Almannatryggingakerfið

Frá húsnæði Tryggingastofnunar. „Það er ekki verið að stoppa í götin, heldur er verið að smíða alveg nýtt almannatryggingakerfi,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra um vinnu nefndar sem endurskoðar nú almannatryggingakerfið. Meginviðfangsefnið er einföldun reglna og jafnframt að finna leiðir til að koma í veg fyrir víxlverkanir bóta, þannig að einar bætur skerði ekki aðrar,“ segir ráðherrann.

Kominn tími til að lagfæra þetta kerfi.  Því eins og það er í dag er varla nokkur leið að skilja það og jafnvel fólk sem vinnur hjá Tryggingastofnun gefur misvísandi upplýsingar.  Þegar ég varð öryrki og fór að reyna að lesa og kynna mér allt þetta torf sem kerfið er, þá komst ég ekkert áfram.  Ég var kannski búinn að lesa einn kafla í lögunum þegar kom innskot um breytingu með tilvísan í ár og númer laga og við lestur þess ógilti það nánast allt sem ég var búinn að lesa áður.  Er ég því löngu hættur að reyna að skilja þetta kerfi og þigg bara það sem að mér er rétt og treysti því að ég eigi það sem ég fæ greitt hverju sinni.  Ég lenti strax í stórskuld við þetta kerfi, því mér datt ekki í hug að bætur frá lífeyrissjóði ætti að koma til skerðingar eða sjúkradagpeningar sem ég fékk frá mínu stéttarfélagi.  En allt þetta reiknast sem laun og skerðir bætur.  Ég taldi að minn lífeyrissjóður væri mitt sparifé og ég ætti þann sparnað en ekki Tryggingastofnun og það sama taldi ég sjúkradagpeningana vera, því í sjúkrasjóðinn hjá mínu stéttarfélagi var greitt hluti af mínum launum.  En svo kom í ljós að ég átti ekkert af þessum peningum heldur hafði Tryggingastofnun heimild til að eigna sér þá.

Er þetta því gott verk hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að láta búa til nýtt kerfi, því það gamla var algerlega óskiljanlegt og ónýtt.


mbl.is Gömlu og stagbættu kerfi hent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott ef kerfið verður lagað þannig að það virki sem bætur en ekki til frádráttar á bótum.

Annað sem einnig nauðsynlegt að laga það er að koma á þjónustu hjá Tryggingarstofnun, bótaþegi á ekki að þurfa að eltast við kerfið um bætur til sín, kerfið á að skila þeim og benda bótaþegum á réttindi sín. Mér sýnist og heyrist að þar komi margir að lokuðum hurðum og torfskrifum.

Kjartan 18.9.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt að þjónustu Tryggingastofnunar verður að bæta, sérstaklega í höfuðstöðvunum í Reykjavík en þar er hún fyrir neðan allar hellur.

Jakob Falur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband