Fjárlög

Fjárlagagerð er vandasamt verkefni þetta árið vegna óvissu um tekjur og þrenginga í efnahagslífi. Kröfur á fjárlaganefnd Alþingis eru mótsagnakenndar, því krafist er aðhalds- sparnaðarfjárlaga á sama tíma og ríkið er hvatt til framkvæmda svo að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki.

Það er ekki öfundsvert að hnoða þessu saman þegar ríkisstjórnin veit ekkert hvað hún vill hafa í fjárlögum.  Það á bæði að spara og auka útgjöld, þetta er enn eitt dæmið um hvað ríkisstjórnin er ráðvilt.


mbl.is Þyngri róður í ríkisrekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 19.9.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er hægt að skera helling af bruðli og flottræfilshætti.  Hvernig væri að byrja á öryggisráðinu? Hvaða vit er í að stórskuldugt dvergríki þar sem öryrkjar og gamalt fólk býr við kröpp kjör sé að halda úti sendiráðum um allan heim?

Sigurður Þórðarson, 19.9.2008 kl. 14:54

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ekki vildi ég vera í Ríkisstjórn það er víst.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:54

4 identicon

Sæll Jakob.

Hvað gera bændur og búalið nú?

Þórarinn Þ Gíslason 20.9.2008 kl. 04:13

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þarna er ég þér sammála Sigurbjörg, það átti aldrei að hleypa þessu fóli úr Nýju afli, undir forustu Jóns M, inn í flokkinn.  En hvað varðar ríkisfjármálinn, þá er margt hægt að spara þar og af því Sigurður nefndi öll sendiráðin.  Þá hefur orðið svo gífurleg framför í fjarskiptatækni og samgöngum að flest öll okkar sendiráð eru óþörf.  Svo er líka búið að skipa svo marga sendiherra að ekki er pláss fyrir þá alla í okkar sendiráðum þótt þau séu mörg.  Í utanríkisráðuneytinu er fullt af sendiherrum, sem ekkert gera nema að mæta í vinnuna og lesa blöðin, drekka kaffi og fá ókeypis mat. Við eigum heldu ekkert erindi í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna, það yrði bara stór útgjöld, því heill her af embættismönnum yrðu í New York til að vinna fyrir þann fulltrúa sem við fengjum.  En sem betur fer eru allar líkur á að við komumst ekki þarna inn.  Þegar tekin var sú ákvörðun að hunsa álit Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna í máli tveggja sjómanna, þá urðu okkar möguleikar engir.

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2008 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband