Nýr lögreglustjóri?

Jóhann Benediktsson. Til stendur að auglýsa stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum í apríl næstkomandi. Þá lýkur fimm ára skipunartíma Jóhanns R. Benediktssonar sem gegnt hefur embætti lögreglustjóra.

Þetta mun ver eindæmi að verið sé að auglýsa stöðu hjá ríkinu þegar sá sem stöðunni gegnir hefur ekki sagt starfi sínu lausu.  Þetta er nú bara eitt ruglið í viðbót hjá Birni Bjarnasyni og sem ástæðu nefnir hann að þetta embætti hafi farið fram úr sínum fjárheimildum.  Jóhann R. Benediktsson hefur staðið sig vel í sínu starfi og hefur náð ótrúlegum árangri við fíkniefnaleit á Keflavíkurflugvelli, sem að sjálfsögðu hefur kostað mikla peninga og jafnvel verið orsök þess að embættið fór fram úr fjárheimildum.

Það eru margir, bæði stofnanir og ráðuneyti sem fara fram úr sínum fjárheimildum og ef þessi regla ætti að gilda um þá alla, þá væru margir sem yrðu að hætta bæði forstöðumenn ríkisstofnanna og einstakir ráðherrar.


mbl.is Skipt um lögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma Forseta embættinu Hefur það ekki farið langt fram úr öllum öðrum

ingolfur skulason 20.9.2008 kl. 08:51

2 identicon

Þetta er með eindæmum hvernig Jóhann lendir í einelti af Birni og hans mönnum í dómsmálaráðuneytinu Jóann hefur staðið sig vel hér á suðunesjum og hvernig má annað vera að hann fari fram úr fjárlögum þegar hann hefur á sinni könnu að fylgjast með ferðamönnum sem sífellt fjölgar sem fara í gegnum Leifstöð sem vill svo til að er staðsett á suðurnesjum og með shengen samningnum hefur gert það að allt er miklu dýrara fyrir vikið ásamt því að sífellt er verið að gera meiri kröfur um hert eftirlit með ferðamönnum í flugi.

'eg hélt nú að suðurnesjamenn hefðu nú eitthvað um það að segja hverjir eiga að vera í þessu embætti en ekki einhverjir blýantsnagarar í reykjavík.

Guðmundur E.Joelsson 20.9.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki sel ég það dýrara en ég keypti, en sagt er að Haraldur Johannesen standi á bak við "aðförina" á hendur Jóhanni R. Benediktssyni og mun ástæðan vera sú að Jóhann hefur sýnt frábæran árangur í sínu starfi, sem Haraldur getur aftur á móti ekki og ekki má gleyma því að Björn og Haraldur eru hálfgerðir "fóstbræður". 

Jóhann Elíasson, 20.9.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er mjög líkleg skýring Jóhann.

Jakob Falur Kristinsson, 20.9.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það fer betur á með Birni og Þvaglegg okkar hérna á Suðurlandi, það er ekki hætta á að hann hlaupi útundan sér. Hingað kom Bangsi í opinbera heimsókn í sumar, meira að segja og toppiði það...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.9.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband