Raforka

Össur Skarphéðinsson segir að jarðhitinn sé takmarkaður í... Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist furða sig á umsókn landeigenda í Reykjahlíð í Mývatnssveit um rannsóknarleyfi og forgang að nýtingu jarðvarmaorku í eignarlandi sínu. Landeigendurnir vilja reisa nýja 50 vatta virkjun á Bjarnaflagssvæði.

Hversvegna er Össur svona undrandi á þessari umsókn?  Jú það er vegna þess að þetta svæði er frátekið fyrir Landsvirkjun.  Össur virðist ekki átta sig á því að þessi umsókn er frá þeim sem eiga landið.  Á Landsvirkjun einhver rétt umfram þá.?  Þótt talið sé að ekki sé skynsamlegt að virkja meira en 90 megavött á þessu svæði, þá ætla landeigendur að virkja 50 megavött.  Væri ekki best ef landeigendur fengju að virkja allt það sem má eða 90 megavött og seldu síðan rafmagnið til Landsvirkjunar.  Það myndi þó spara Landsvirkjum eina virkjun og auka hag landeigenda.


mbl.is Umsókn landeigenda í Reykjahlíð vekur furðu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Akkúrat.

En þar sem þetta er ekki runnið undan rifjum stjórnmálamanna eins og Össurs hlýtur þetta að vera rányrkja og óskynsamleg nýting. Að mati slíkra stjórnmálamanna er aðeins ein skynsemi og það er skynsemi Ríkisins og aðeins einn sannleikur, það er sannleikur Dúmunar. Pravda.

Örvar Már Marteinsson, 22.9.2008 kl. 09:35

2 identicon

Ríkið hefur einkarétt á framleiðslu raforku á íslandi.

Ríkið getur hinsvegar gefið út leyfi til þess að einkaaðilar framleiði sjálfir en þeir þurfa að borga fyrir leyfið og ríkið hefur leyfi til að selja umframorku um það sem þeir nota ánþess að það  hafi áhrif á það sem fólk þarf að borga fyrir orkuna.

Þessvegna er það mjög hæpið að það borgi sig fyrir fólk að standa í þessu. 

Arnar Geir Kárason 22.9.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ríkið hefur ekki einkarétt á framleiðslu rafmagns á Íslandi, enda eru þó nokkrir aðilar ótengdir ríkinu að framleiða rafmagn og selja þeim sem býður best.  Ég veit um bónda vestur í Arnarfirði sem byggði virkjun og selur síðan inn á Landsnetið.  Hann hefur af þessu svo miklar tekjur að hann gat hætt hefðbundnum búskap.

Jakob Falur Kristinsson, 22.9.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband