Kárahjúkavirkjun

Mynd 479125 Skálað var með koníaksstaupi fyrir merkum áfanga í sögu Kárahnjúkavirkjunar þegar slegið var í gegn í Grjótárgöngum í gær.

Er virkilega enn verið að vinna við þessa virkjun.  Ég hélt að þarna væri öllu lokið, því virkjunin var vígð fyrir mörgum mánuðum.


mbl.is Síðasta haftið sprengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugasemd Jakobs Kristinssonar hér á undan er dæmigerð fyrir hversu illa stjórnvöld stóðu að kynningu þessara stórfelldu náttúrspjalla og undirstrikar hvernig farið er með land án þess að slíkar ákvarðanir fá eðlilega ummfjöllun.

Snorri Sigurjónsson 

Snorri Sigurjónsson 23.9.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þeir sem hafa einhvern raunverulegan áhuga á verkefninu gátu fylgst með á heimasíðunni: http://www.karahnjukar.is/ frá degi til dags.  Nokkuð góð síða, full af myndum, fréttum og fróðleik.

Þar hefur allan tíman verið hægt að sjá framvinduna.  Jakob og Snorri eru hins vegar í þeim gírnum að finna verkefninu allt til foráttu og vilja eflaust að Friðrik Sófusson sé í símasambandi við þá og segja þeim fréttir af framvindunni, - prívat og persónulega.

Hvaðrðar frasan um stórfelld náttúruspjöll, ættu menn aðeins og staldra við og líta til baka.  Í tíð Hjörleifs Guttormssonar, sem iðnaðarráðherra, var á teikniborðinu groddalegar aðferðir á Fljótsdalsheiðinni þar sem flytja átti vatnið í opnum skurðum að inntaksmannvirki stöðvarhússins. 

Ef menn kalla þessa framkvæmd "stórfelld náttúruspjöll" ættu menn að hafa hugmyndir Hjörleifs í huga og finna þeim viðeigandi nafn.

Benedikt V. Warén, 23.9.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var ekkert að finna neitt að þessari virkjun og ég hafði ekki hugmynd um þessa síðu.  En ég get tekið undir með Snorra að þarna voru framin gríðarleg náttúruspjöll.  En þetta er búið og gert og verður ekki breytt úr þessu.  Það er enginn réttlæting að byggja þessa virkjun, þótt Hjörleifi Guttormssyni hafi dottið í hug einhver vitleysa fyrir mörgum árum, það bætir engin náttúrspjöll vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Jakob Falur Kristinsson, 24.9.2008 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband