Hjartaáfall

Mynd 479310 „Ég fékk hjartaáfall þann 9. febrúar árið 2003. Atburðurinn var mikið áfall enda var ég aðeins 37 ára,“ segir Björn Ófeigsson sem í dag glímir við hjarta- og lifrarbilun. Björn og unnusta hans, Mjöll Jónsdóttir, segja lesendum frá sínum hjartans málum og baráttunni við nálægan dauðann.

Dauðinn er alltaf nálægur og hann getur enginn forðast.  Að fá svona hjartaáfall og verða allt í einu kippt burt úr hinu daglega lífi, er mikið áfall fyrir hver þann sem í slíku lendir.  Ég hef oft óskað mér síðan ég lenti í slysi sem gerði mig að 75% öryrkja hvort ekki hefði verið betra að deyja í slysinu en að berjast í þessu öryrkjabasli.


mbl.is Dauðinn er alltaf nálægur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósköp skil ég þig vel, Jakob. En það hlýtur að vera einhver tilgangur með

þessu jarðlífi samt sem áður, þó svo að okkur sé ef til vill ekki gefið að

skilja hann. Þess vegna erum við hér ennþá og verðum að berjast trúarinnar

góðu baráttu, þrátt fyrir allt. Kær kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson 25.9.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki veit ég hver tilgangurinn er með okkar jarðlífi.  Ég var stuttu fyrir slysið búinn að leggja á mig nám í Vélskóla Íslands og einnig utanskólanámi við Stýrimannaskólann orðinn um 50 ára gamall og fyrir stuttu fékk ég mín atvinnuskýrteini sem eru um að ég hafi réttindi sem skipstjóri á fiskiskip allt að 45 metra að lengd og vélstjóri á vélar að 1000 hestöfl.  En sjómennsku get ég ekki stundað á næstunni.  Er því nokkuð skrýtið að maður sé sár og svekktur.

Jakob Falur Kristinsson, 25.9.2008 kl. 11:28

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það er erfitt þegar fótunum er kippt undan fólki....

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekki atburðuinn sjálfur sem skiptir máli, heldur viðhorf þitt til hans.

Þessa setningu heyrði ég fyrst af vörum Þórarins Tyrfingssonar 1988 og hún hefur fylgt mér síðan. Vel ég að vera fórnarlamb eða sú heppna og taka jákvæða pólinn í hæðina. Ég fékk heilablæðingu 1997 sem breytti heilmiklu fyrir mig. Ég ákvað strax að verða ekki sjúklingur heldur kona í bata og hef verið það síðan. Mér eru allir vegir færir og ég hef það gott. Ég breytti ýmsu í mínu lífi og vinn ekki líkamlega erfiða vinnu, en það er svo margt annað sem hægt er að gera og ég hef unnið að verkalýðsmálum undanfarin ár og er núna komin í ferðaþjónustu. Þar er ég með nýsköpun og finnst það mjög skemmtilegt. Peningamálin í landinu eru að vísu í rugli, en það læt ég ekki trufla mig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.9.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Ómar Ingi

  Ce La Vie

Ómar Ingi, 25.9.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Eða eins og segir í textanum: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin....

Guðrún Una Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:04

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lífið er það sem við gerum við það, ekki þýðir að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2008 kl. 00:59

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekkert að fara að gefast upp á lífinu, aðeins að benda á að oft hugsa ég um að betra væri að vera dauður en að þurfa að vera fastur í fárælræktargildru öryrkjans, það sem maður á eftir ólifað og alltaf blankur.  Hólmfríður segir að atburðurinn sjálfur skipti ekki öllu máli heldur viðhorfið til hans.  Þetta er alveg hárétt hjá henni og viðhorf mitt til þessa slys sem ég lenti í eru mjög neikvæð.  Ég sem var vanur að sökkva bara út á sjó ef ég var blankur og fá 500 þús. til 1 milljón á mánuði og lendi svo í þessum andskotans vandræðum.  Það er sama hvað ég reyni að aldrei tekst mér að sjá hákvæðar hliðar á þessu lífi.

Jakob Falur Kristinsson, 26.9.2008 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband