Enn er ófriður

Ég er nú alveg hættur að skilja ástandið i Frjálslynda flokknum.  Nú þegar Jóni Magnússyni hefur tekist að bola Kristni H. Gunnarssyni frá sem formanni þingflokksins og tekinn við sjálfur heldur ófriðurinn áfram.  Ég hef fyrir því öruggar heimildir að ástandið í þingflokknum sé nánast óbærilegt.  Öllum málum sem koma frá þingmönnum er ýtt út af borðinu með þeim orðum að viðkomandi hafi ekki vit á hlutunum og Jón sem er lögfræðingur mun alltaf segja; "Ég er lögfræðingur og veit þetta manna best."  Því eru engin mál afgreidd í þingflokknum nema mál sem Jón vill koma áfram sjálfur.  Það er alveg rétt að Jón Magnússon er lögfræðingur að mennt en á það eitt að gera alla hina þingmennina óstarfhæfa?.  Jón stjórnar þingflokknum eins og einræðisherra sem veit allt best og getur allt best að eigin áliti.  Menntun er góðra gjalda verð, en hún getur aldrei breytt vitleysingi í speking.  Það er líka hægt að mennta sig á annan veg en að fara í háskóla.  Sú menntun sem gerir mönnum mest gagn er í gegnum lífsins skóla og þá menntun hafa allir hinir þingmennirnir í ríkum mæli og jafnast á við mörg háskólapróf.  Tilgangur Jóns með þessu er að hrekja hina 3 þingmenn úr flokknum og ef ekki verður gripið í taumana strax verður Jón einn eftir og tekst þá það sem hann ætlaði sér í byrjun að ráða algerlega yfir flokknum og verða næsti formaður hans.  En hin hámenntaði lögfræðingur gleymir einu, sem er að inn á Alþingi fer enginn nema að verða kosinn til þess og til þess þarf kjósendur.  Nú þegar hafa margir sagt skilið við flokkinn og nokkur hundruð eru að hugsa sinn gang.  Fólk er einfaldlega orðið þreytt á þessum eilífu deilum í flokknum.  Ég gekk í þennan flokk vegna þess að hann ætlaði að berjast fyrir landsbyggðina enda á hann þar mesta fylgið.  Ef Jón Magnússon ætlar að snúa þessu við og hafa Reykjavík nr. 1 er mest allt fylgið farið og í Reykjavík verða aðeins innan við 2% sem er að mestu persónufylgi Ólafs F. Magnússonar, sem Jón vill ekki að gangi í flokkinn.  Nú stefnir í að í næstu kosningum fær flokkurinn engan mann á þing og verður þá orðið að hinu fræga Nýja Afli sem enginn tók mark á og enginn vildi kjósa.  Því hefur verið haldið fram að Jón hafi verið mjög duglegur í flokkstarfinu í Reykjavík og er það rétt.  En þessi mikli áhugi Jóns á að efla flokkinn í Reykjavík er ekki með hagsmuni Frjálslynda fokksins að leiðarljósi, heldur til að styrkja eigið framapot.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband