Fífl og fábjánar

Það er nú meira hvað þeir menn sem eru núna að reyna að endurreisa íslenska fjármálakerfið, eru miklir fábjánar.  Allir eiga að spara og spara,  Það er maður að nafni Ingólfur, sem er með námskeið til að kenna fólki að spara og losna við yfirdrátt og greiðslukort.  Auðvitað kosta þessi námskeið peninga og til að létta okkur aumingjunum að greiða fyrir námskeiðin býður þessi maður greiðsludreifingu með kreditkortum.  Eitthvað finnst mér nú ekki stemma hjá þessum fjármálasnillingi.  Það á að kenna okkur að hætta að nota kreditkort en fyrst þarf að greiða manninum með kreditkorti.  Er ekki allt í lagi hjá þessum manni?

Til að auka sparnað hafa kortafyrtækin sett þak á hvað mikið má nota kortin og einhver snillingur bjó til formúlu til að finna rétta þakið fyrir hvern og einn.  Formúlan er einföld það eru teknir sl. tvö úttektartímabil og deilt í með tveimur, síðan er sú upphæð tvöfölduð og þá kemur út rétta þakið.  Ég ætla að setja hér upp tvö dæmi um hvernig þetta virkar;

1.  Sá sem hefur að undanförnu eytt  miklu með sínu korti t.d. einni milljón fær nú heimild upp á tvær milljónir.

2.  Sá sem hefur verið að spara og lítið notað kortið t.d. tíu þúsund fær heimild fyrir 20 þúsund.

Þannig að þeim sem hafa sparað er refsað en hinir verðlaunaðir fyrir eyðslu.  Er nema von að hér sé allt fjármálalíf í rúst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband