Fróðlegur þáttur

Það er ekki hægt að segja annað en Kompásþátturinn í gærkvöld hafi verið mjög fróðlegur og gaman að sjá ráðamenn þjóðarinnar skála í kampavíni til að hylla útrásarvíkinganna.  En þegar málin voru síðan gerð upp var í raun og veru aldrei nein útrás hjá okkar fjármálasnillingum.  Þetta var leikrit sem sett var upp og búin til risastór bóla sem auðvitað sprakk með látum.  Menn voru einfaldlega að skiptast á pappírum með mjög háum upphæðum.  Þetta varð fullkomin hringekja og allir voru að græða.  En þegar vel var að gáð átti enginn pening og hafði aldrei átt.  Við gerðum strandhögg í hinum ýmsu löndum og skiljum nú eftir okkur sviðna jörð.

Best fannst mér í þessum þætti viðtalið við Þorvald Gylfason prófessor, sem benti á með réttu að Seðlabankinn hefði algerlega brugðist og þar yrðu menn að víkja og ef ríkisstjórnin hefði ekki kjark til að skipta um yfirstjórn Seðlabankans yrði hún einfaldlega að víkja líka og fá fólk með fullu viti til að stýra þessu landi.  Málin væru nú ekki flóknari en þetta.  Það var líka skemmtileg myndin sem var birt af þessum hetjum og sett upp eins og árgangur úr barnaskóla.  Þar var rennt yfir hverjir væru hvað og þarna voru menn sem hingað til hafa verið taldir með fullu viti.  En niðurstaðan var sú að þessir menn eru ekki betur gefnir en svo að þeir héldu að hægt væri að búa til heimsveldi úr verðlausum pappír.  Valgerður Sverrisdóttir fv. viðskiptaráðherra sagði t.d. að Ísland væri búið að sýna umheiminum að hér ætti að vera ein allsherjar fjármálamiðstöð.  Kannski hefur hún verið búin að drekka of mikið af kampavíninu blessuð kellingin.  Davíð Oddsson taldi ekki nóg að skála fyrir okkar hetjum heldur stóð fyrir þreföldu húrrahrópi fyrir vitleysinganna.  En hvar eru þessir snillingar í dag?  Það veit enginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Útrás að láni, svo komu skuldunautarnir og vildu fá sitt til baka.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Og ekkert til að borga með.

Jakob Falur Kristinsson, 21.10.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband