Rannsóknarréttur

Nú er Alþingi búið að setja lög um að skipa sérstakan saksóknara og setja á fót nefnd til að rannsaka hvað olli hruni bankanna.  Ég veit ekki hvað margir eiga að vera í þessari nefnd en þó hefur komið fram að formaðurinn verði skipaður af Hæstarétti.  Bæði þessi frumvörp eru lögð fram af ríkisstjórninni.

Hverskonar andskotans rugl er þetta, veit ríkisstjórnin og Alþingi ekki að á Íslandi er ákveðin skipan dómsmála og við höfum ríkissaksóknara?  Hvað á þessi nýi saksóknari að gera sem hinn er ófær um.  Það læðist að mér sá grunur að þetta sé gert til að hlífa ákveðnum aðilum ef upp kemst að eitthvað saknæmt hafi skeð og að óbreyttu myndi ríkissaksóknari sækja slík mál af festu.  Hvernig á síðan að vera hægt að skjóta málum til Hæstaréttar ef þessi nefnd kemst að því að lög hafi verið brotin og eitthvað saknæmt finnist.  Hæstiréttur getur ekki tekið slík mál til meðferðar þar sem formaður rannsóknarnefndarinnar er skipaður af Hæstarétti og verður því Hæstiréttur óstarfhæfur í þeim málum sem upp kunna að koma því  hann ber ábyrgð á störfum þessarar nefndar og verður þar af leiðandi aldrei hlutlaus í sinni afstöðu.

Á þessi nefnd að verða eins og rannsóknaréttir voru á miðöldum.  Þannig að menn geti komið höggi á sína andstæðinga og happa og glappa aðferðir verði notaðar til að ákveða hverjir verða dæmdir og hverjir ekki.  Það er nokkuð ljóst að eitt af því sem mun koma upp er hvað þessir bankar greiddu í kosningasjóði stjórnmálaflokkanna og með skipun sérstaks saksóknara verður hægt að fela þá slóð.  Nei þetta er ekkert nema spilling og aftur spilling og verður til þess eins að grafa undan tiltrú fólks á dómsstólum.  Kannski er að tilgangurinn að fela allt sem hægt er að fela um hrun bankanna og hvernig ákveðnir stjórnmálamenn tengjast því og það virðist að þetta sé gert til þess að spillingin fái að blómstra áfram í friði fyrir kjósendum.

Samfylkingin lætur bóka á ríkisstjórnarfundum að Davíð Oddsson starfi ekki á hennar ábyrgð í Seðlabankanum.  Halda forustumenn þar á bæ að með því séu þeir lausir við alla ábyrgð á störfum Davíðs.  Nei það eru þeir alls ekki og meðan Samfylking er í ríkisstjórn starfar Davíð Oddsson jafnt á hennar ábyrgð og Sjálfstæðisflokksins og ber fulla ábyrgð á hans rugli og vitleysu.  Hvar í siðmenntuðu þjóðfélagi væri uppgjafarstjórnmálamaður ráðinn sem Seðlabankastjóri?  Svarið er að það getur hvergi skeð nema á Íslandi.  Í stað þess að sinna sínu starfi er Davíð upptekinn við að hafa áhyggjur af hjónabandi forsetans.  Er það kannski eitt af hlutverkum Seðlabankans að stunda hjúskaparmiðlun?

Nú dynja yfir uppsagnir fólks í stórum stíl og mörg fyrirtæki riða til falls og meira segja sjálft Morgunblaðið mun ekki getað greitt sín starfsfólki laun um núverandi mánaðarmót.  En samt er ekkert gert af hálfu stjórnvalda.  Fylgist blessuð ríkisstjórnin ekki lengur með hvað er að ske í landinu?  Nei þetta gengur ekki lengur;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sérstakur saksóknari á bara að sinna þessu máli og engin önnur mál eiga að geta truflað hann í vinnu sinni auk þess sem hann fær víðtækari heimildir en aðriri saksóknarar vegna bankaleyndar og svo framvegis.

Hæstiréttur verður ekki óstarfhæfur þó einn af dómurum hans sé í formennsku í rannsóknarnefnd Alþingis, enda er dómurinn fjölskipaður. Þessi eini hann mun einfaldlega ekki sitja í dómarasæti þegar hætta er á hagsmunaárekstrum eða vanhæfi, ekki frekar en í hvaða öðru máli sem er.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.11.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Ingibjörg SoS

Takk fyrir góð skrif, Jakob. 

Mér finnst forgangsröðunin vera þessi:

1. Erlendir rannsóknaraðilar rannsaki hvað olli hruni bankanna. STRAX!

2. Seðlabankastjóra(stjórn) verði vikið úr starfi. STRAX!

3. Efnt verði til kosninga og ríkisstjórnin víki. SEM ALLRA FYRST!

Með hlýhug og baráttukveðjum,

Ingibjörg

Ingibjörg SoS, 30.11.2008 kl. 13:23

3 identicon

Ingibjörg hvað ætlastu til að fá framgengt með því að fá einhvern "erlendann aðila" í málið.   Þeir sem hafa völdin til að skipa þennan aðila geta allt eins stungið peningum í vasan á honum eins og hverjum öðrum hérna heima.   Sé ekki að það sé munur á kúk og skít í þessu tilviki.

svo benti Predikarinn á góðar staðreyndir sem Jakob gleymdi að taka fram.   Farið nú að lesa þessi frumvörð áður en þið gagngrýnið þau og hættið að láta fjölmiðlana mata ykkur af vitleysu í guðana bænum.

Arnar Geir Kárason 30.11.2008 kl. 19:44

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:06

5 identicon

Jóna hvaða spillingarlið ?

Arnar Geir Kárason 1.12.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Predikarinn, þú gleymir alveg að þessi sérstaki saksóknari á ekki að rannsaka eitt né neitt.  Það verður skipuð sérstök rannsóknarnefnd í þá vinnu og ef eitthvað saknæmt finnst þá á þessi sérstaki saksóknari að sækja slík mál.  Hann fær hvorki víðtækari heimildir eða neitt umfram núverandi ríkissaksóknara.  Hæstiréttur verður óstarfhæfur vegna þess að hann ber ábyrgð á störfum rannsóknarnefndarinnar og mun víst einnig eiga að skipa hana.  Þá mun ekki skipta máli þótt einn dómari víki sæti því nefndin er á ábyrgð alls Hæstaréttar.  Arnar Geir, erlendur aðili er nauðsynlegur vegna þess að Ísland er lítið land og sú hætta er fyrir hendi að þessi nefnd muni líta framhjá einstökum atriðum ef það kann að snerta einhvern vin, kunningja eða ættingja.  Rannsókn nefndarinnar verður aldrei hlutlaus eða trúverðug ef hún er eingöngu skipuð íslendingum.  Að minnsta kosti hafa sumir ráðherrar látið í ljós að erlendur aðili væri nauðsynlegur og allt yrði upp á borðinu og gegnsætt fyrir þjóðina.  Þú spyrð Jónu hvaða spillingarlið er verið að tala um.  Það er sá hópur manna sem kom okkur í þau vandræði sem við erum nú í.

Jakob Falur Kristinsson, 1.12.2008 kl. 12:03

7 identicon

Þú hlítur samt að sjá það Jakob að þessi erlendi aðili kæmi ekki hingað til lands af góðmennsku einni.  Honum þyrfti að borga og ég er alveg viss um að erlendum aðilar eru alveg jafn fégráðugir og íslenskir þannig ef þetta er svona mikil spilling eins og þú segir hvað er þá til fyrirstöðu að múta erlenda aðilanum rétt eins og íslenskum ?

Þetta er bara enn eitt útspilið til að róa almenning.

Arnar Geir Kárason 1.12.2008 kl. 12:09

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað þyrfti að borga erlendum aðila alveg á sama hátt og íslenskum en samt er ég hræddur um að erlendur aðili frá virkt fyrirtæki myndi ekki þiggja mútur.  Það er nú einu sinni svo að mörg fyrirtæki vilja halda í orðspor sitt, þótt íslenskum stjórnvöldum sé alveg sama, eins og dæmin sanna.

Jakob Falur Kristinsson, 2.12.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband