21.2.2009 | 14:38
Að vera rændur erlendis
Ég hef gert mikið af því um daganna að ferðast um heiminn og heimsótt margar heimsborgir. Aldrei hefur mér þótt gaman að fara í skoðunarferðir og vera leiddur áfram af einhverjum fararstjóra. Mér hefur þótt mest spennandi að fara sjálfur í hin ýmsu hverfi, þótt skuggaleg væru og kynnast hinu raunverulega mannlífi. Aldrei hafði ég orðið fyrir neinu áreiti á þessum ferðum mínum, frekar verið vel tekið af heimamönnum. Eitt sinn vorum við hjónin stödd í New York og höfðum verið að skoða hús Sameinuðu Þjóðanna og ætluðum síðan að ganga upp á hótel sem átti ekki að vera svo langt. Við gengum upp 42. stræti og þegar við komum þar gekk mikið á, fjöldi lögreglumanna og verið að handtaka fólk. Við héldum bara ferð okkar áfram og þegar við komum á hótelið var okkur sagt að við þessa götu væru einar mestu fíkniefnabúllur í New York. Ég var eitt sinn staddur í Bergen í Noregi og ferðafélagi minn vildi fara að skoða eitthvað merkilegt, en ég nennti því ekki, heldur notaði ég tímann til að skoða mig um við höfnina og fiskmarkaðinn sem þar var. Síðan settist ég inn á pöbb sem var yfirfullur af sjómönnum. Þegar ég kom inn og það heyrðist að ég væri íslendingur var strax kallað á mig og mér boðið sæti hjá nokkrum sjómönnum og þeir buðu uppá ótakmarkað af bjór. Þarna átti ég ánægjulegt spjall við þessa kalla góða stund en fór síðan á hótelið mitt. En einu sinn varð ég verulega hræddur en þá var ég í Grimsby þar sem togarinn sem ég gerði út var að selja fisk. Við fórum þrír saman út á lífið, ég 2. stýrimaður á togaranum sem jafnframt var mágur minn og útgerðarstjóri fyrirtækisins sem ávallt var kallaður Hreppstjórinn. Okkur þótti heldur dauflegt næturlífið í Grimsby og fengum okkur leigubíl og báðum bílstjórann að keyra okkur á mestu drullubúllu sem hann fyndi í Hull. Hann var frekar tregur til og varaði okkur eindregið við að fara þetta, við gætum verið drepnir. En við gáfum ekkert eftir og fórum á staðinn vel hífaðir. Þegar inn var komið leyst mér nú ekki á liðið sem þarna var sem var vægast sagt skuggalegt. Við fengum okkur borð og pöntuðum bjór. Eftir smá stund komu tveir menn að borðinu og spurðu hvort þeir mættu setjast hjá okkur og var það velkomið. Skömmu síðar dregur annar mannanna upp poka og tekur úr honum samanbrotið bréf og leggur á borðið og spyr hvort við hefðum áhuga. Þetta var eitthvað hvítt duft og greinilega eiturlyf. Við höfðum engan áhuga á þessu og þá gerðust mennirnir stöðugt ágengnari og annar var kominn með hníf á loft. Ég var orðinn hundleiður á þessum fuglum og sagði við þá að fara frá borðinu en þeir neituðu. Þá reiddist ég og sparkaði undir borðplötuna og allt efnið fór á gólfið. Mennirnir stukku báðir á mig og síðan var slegist og slegist. Barst leikurinn að einhverri bakhurð og þar var stigi niður og rúlluðum við allir þrír niður stigann. Ég var orðinn sannfærður að ég yrði drepinn en þá verður mér litið upp stigann og sé að stýrimaðurinn er kominn hálfaleið niður og þá stekkur hann á kösina. nú vorum við tveir á móti tveimur og barst leikurinn út í port þar fyrir utan og þá er Hreppstjórinn allt í einu mættur á svæðið og tók heldur betur til hendinni. Skömmu síðar kemur lögreglubíll með blikkandi ljósum og við allir handteknir og farið með okkur á lögreglustöðina. Þar var Hreppstjórinn tilbúinn að sýna vald sitt og hrópaði stöðugt að hann væri police-officer frá Bíldudal Ísland og heimtaði að við yrðum látnir lausir í hvelli og veifaði skýrteini, sem ég held að hafi verið ökuskírteinið hans. En lögreglan tók hann trúarlegan að hann væri háttsettur lögreglumaður frá Íslandi og sleppti okkur en dópsalarnir voru læstir inni. Eftir þessa reynslu vorum við búnir að fá nóg í bili og tókum leigubíl á hótelið okkar í Grimsby.
Hinsvegar þegar ég var framleiðslustjóri hjá Trostan ehf. á Bíldudal 1996 þá var ég sendur til Barcelona á vegum fyrirtækisins Seifs hf. sem seldi mikið af okkar afurðum. Við vorum 5 sem fórum í þessa ferð einn frá Seif hf. ég og saltfiskverkendur frá Tálknafirði og Patreksfirði. Það sem ég átti að gera var að hitta okkar kaupanda og reyna að fá að vinna meira af fiskinum hér heima og sátum við um heilan dag á fundi þar sem farið var yfir pakkningar og merkingar og hvernig við ættum að skera flökin niður í neytendapakkningar. Við skoðuðum líka fiskmarkaðinn í Barcelona og var gaman að sjá karlana snyrta saltfiskinn með stórum sveðjum. Þegar sá dagur kom að við áttum að fara heim urðum við að fara af hótelinu um hádegi en mæting í flugið var ekki fyrr en kl: 18,00. Fengum við að geyma farangurinn á hótelinu og ákváðum að fara á baðströndina meðan við biðum. Fengum við okkur allir sólbekki og sátum hlið við hlið. Ég var með passann minn og kreditkort í brjóstvasa á skyrtunni minni og síðan sofnaði ég á bekknum og þegar ég vaknaði var búið að stela bæði passanum og kreditkortinu. Enginn af okkur 5 hafði orðið var við neinar mannaferðir nálægt okkur en vasaþjónaður er mjög mikill í Barcelona. Sem betur fer var maðurinn frá Seif hf. með farsíma svo hægt var að hringja strax og láta loka kreditkortinu en hann geymdi einnig farmiðana okkar. En það var verra með passann nú var brunað á næstu lögreglustöð til að reyna að fá bráðarbirgðapassa svo ég kæmist úr landi. Eftir mikið þjark á lögreglustöðinni fékk ég eitthvað skjal sem þeir sögðu að dygði kannski til að ég kæmist úr landi en það væri ekki öruggt. Ég var sem betur fer með í veskinu ökuskírteinið svo hægt væri að sanna hver ég væri. Þeir sögðu að ef þessi pappír tyggði ekki þá yrði ég bara að vera eftir og hitta íslenska ræðismanninn í Barcelona daginn eftir. Síðan var farið á flugvöllinn og 4 félagar mínir gátu auðveldlega bókað sig inn, en mér var sagt að bíða. Það var ekki hnotarleg tilfinning að horfa á eftir þeim félögum og þurfa kannski að vera eftir algerlega peningalaus. Eftir þó nokkra stund var kallað á mig og mér hleypt í gegn líka og var það mikill léttir. En þrátt fyrir þessa reynslu gleymdi ég því fljótt en hef ekki farið erlendis síðan. En ef ég á eftir að fara eitthvað erlendis í framtíðinni mun ég ekki breyta mínum ferðastíl. Nú er búið að bjóða mér í ferð til Shettlandeyja í apríl og bíð ég spenntur eftir þeirri ferð. Það verður víst flogið til Glaskow og tekin ferja þaðan til eyjanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
- Að velja sér viðmið
- Bæn dagsins...
- Stríð og friður á Samstöðinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.