Nýju bankarnir

Mynd 491024 Nafnabreyting á Glitni í Íslandsbanka í gær útilokar ekki að bankinn verði sameinaður öðrum banka, segir Birna Einarsdóttir bankastjóri. „Mikilvægt er að gerð efnahagsreikningar bankanna klárist áður en við förum í slíkar aðgerðir. Ég er alveg viss um að það verður skoðað þegar það er búið.“

Þessi nafnabreyting var algerlega óþörf, bara verið að henda peningum.  Hvað varðar sameiningu við aðra banka þá er nokkuð öruggt að Birna Einarsdóttir mun ekki ráða því.  Nú eru bankarnir að undirbú sig til að taka yfir nokkuð mörg fyrirtæki og eru nokkuð óhressir með að ríkisstjórnin ætli að stofna sérstakt félag til að yfirtaka gjaldþrota fyrirtæki að tillög hins sænska sérfræðings sem kom hingað til ráðgjafar.  Aftur á móti vilja bankarnir fá að sjá um þetta sjálfir, sem skýrist af því að þá ráða þeir hver fær að kaupa.  Í flestum yfirmannsstöðum nýju bankanna er sama fólkið og setti þá á hausinn og ef þeir ættu síðan að fara að ráðskast með fyrirtæki landsins eru svo mikil tengsl milli viðskiptalífsins og þessa fólks að bara ákveðnir aðilar fengju að kaupa bestu bitanna fyrir lítið.  Þetta er þegar byrjað hjá Íslandsbanka varðandi söluna á Árvakri hf. útgáfufélagi Morgunblaðsins.  Bankarnir munu ekki njóta trausts almennings fyrr er allt þetta spillingarlið er farið úr bönkunum.  Annað dæmi er úr Kaupþing þar sem lúxusbílar voru seldir fyrir lítið til ákveðinnar bílasölu með miklum afslætti, í stað þess að auglýsa þá til sölu og gefa fleirum tækifæri til að kaupa.  Það sama mun ske með fyrirtækin ef bankarnir eiga að sjá um sölu þeirra.  Þess vegna er sú leið sem ríkisstjórnin ætlar að fara besti kosturinn.  Spillingin er ekkert horfin úr bankakerfinu þótt orðinu Nýji hafi verið bætt framan við nöfn bankanna.  Það er þá bara komin ný spilling.


mbl.is Útilokar ekki sameiningu banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband