Rækjuveiðar í Arnarfirði ofl.

Nú er leyft að veiða rækju í Arnarfirði í fyrsta skipti í mörg ár.  Þetta er eina veiðisvæðið þar sem veiðar á innfjarðarrækju eru leyfðar í ár.  Nú myndi maður ætla að þetta yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á Bíldudal, en svo er nú aldeilis ekki.  Aðeins einn bátur stundar þessar veiðar og er rækjan unninn hjá Fiskiðju Sauðárkróks í Grundarfirði.  Fullbúinn rækjuverksmiðja er hinsvegar lokuð á Bíldudal.  Hver skyldi nú ástæðan vera?

Hún er sú að alls má veiða 500 tonn af rækju í Arnarfirði og eru veiðileyfin 11 eða tæp 50 tonn á hvert leyfi.  Mörg þessara leyfa hafa verið seld burt frá Bíldudal og eru dreifð um allt land t.d. eru leyfi til rækjuveiða í Arnarfirði að finna í Hafnarfirði, Grindavík,Þingeyri og víðar.

Á sínum tíma máttu þeir stunda rækjuveiðar í Arnarfirði, sem áttu bát skráðan á Bíldudal og að skipstjórinn hefði átt þar lögheimili sl. 2 ár.  En þá kom andskotans kvótinn til sögunnar og þeir sem stunduðu þessar veiðar fengu rækjukvóta, en urðu að láta þorskkvóta á móti.  Þeir aðilar sem ekki áttu þorskkvóta fengu bara rækjuna fyrir ekki neitt.  Það var yfirleitt leyft að veiða 500-600 tonn á hverri vertíð og hætt þegar þeim afla var náð, en þó var reynt að láta veiðarnar miðast við afkastagetu rækjuverksmiðjunnar.  Þetta þýddi að yfirleitt voru gerðir út 11 bátar og tveir menn á hverjum og sköpuðu því þessar veiðar störf fyrir 22 sjómenn og um 10-15 unnu í verksmiðjunni í landi eða alls 30-40 störf.  Nú er staðan sú að aðeins tveir sjómenn hafa af þessu atvinnu.  Því eigandi rækjuverksmiðjunnar treystir sér auðvitað ekki til að opna verksmiðjuna og vita ekki hvort hann fær einhverja rækju til vinnslu eða ekki.  Ekki er auðvelt að ná þessum  veiðileyfum til Bíldudals aftur þar sem þau eru eins og annar kvóti botnveðsett.  Þessi eini bátur hefur þó náð að tryggja sér 7 leyfi og er veiði mjög góð allt uppí 6 tonn af rækju á dag.  Eins er Arnarfjörðurinn fullur af fiski, bæði þorski og ýsu.  En andskotans kvótinn gerir Bílddælingum ekki kleyft að nýta þessa gullkistu sína nema að greiða fyrir það stórfé.

Þetta er gott dæmi um hvernig kvótaruglið hefur farið með mörg byggðalög.  Atvinnulífið á Bíldudal hefur verið erfitt mörg undanfarinn ár.  Kalkþörungaverksmiðjan sem reist var og er í eigu Íra og Björgunar hf. er aðeins rekinn 8 tíma á dag en ekki allan sólahringinn eins og lofað var.  Þar vinna 5 menn en gætu verið um 15-20 ef verksmiðjan væri rekinn af fullum krafti allan sólahringinn.  Þegar samdrátturinn varð í byggingarframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu minnkaði auðvitað það efni sem Björgun hf. var að dæla upp í Faxaflóa.  Nú er Björgun hf. með eitt dæluskip staðsett á Bíldudal og dælir upp kalkþörungi af fullum krafti en áður kom skipið bara einu sinni eða tvisvar í mánuði.  Þar sem verksmiðjan getur ekki unnið nema brot af öllu því magni sem dælt er upp er stór hluti af kalkþörungnum sendur óunninn til Írlands og unnin þar.  Þetta fyrirtæki sem á þessa verksmiðju fékk einkaleyfi til 50 ára um rétt til að dæla upp 10 þúsund tonnum á hverju ári án þess að greiða krónu fyrir.  Að vísu koma þó nokkur hafnargjöld af öllum þessum útflutningi.  Það er eins og allt sé á móti Bíldudal í dag hvað varðar atvinnu, rækjuaflinn er unninn í Grundarfirði og kalkþörungurinn í Írlandi.  Því er staðan á Bíldudal núna sú að á milli 40-50 störf sem gætu verið á Bíldudal eru flutt í burtu og munar nú um minna í tæplega 200 manna byggðalagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband