Siðareglur

Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu Samfylkingin ýtti á dögunum eftir samþykkt siðareglna hjá Reykjavíkurborg og lagði fram útfærðar reglur um skráningu hagsmunatengsla, gjafir, boðsferðir o.s.frv. í borgarráði. Aðrir flokkar í borgarráði hafa brugðist jákvætt og lagt fram jákvæða afstöðu flokka sinna í borgarráði. Þar er þó enn beðið afstöðu Framsóknarflokksins.

Það mun þurfa að bíða lengi eftir siðareglum frá Framsóknarflokknum.  Af þeirri einföldu ástæðu að í þeim flokki eru engar siðareglur til.  Alfreð Þorsteinsson er bara spurður ef flokkurinn er í vafa um einhver atriði.


mbl.is Beðið eftir siðareglum Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Það fer Degi B. ekkert sérstaklega vel að tala um siðferði - frekar en formanni Samfylkingarinnar sem toppaði einkavinavæðinguna.

Tillögur að siðareglum voru kynntar í borgarstjórnarflokki Framsóknar í dag

Partýpinninn og klækjastjórnmálamaðurinn Dagur B. í stuði

En svona til að hálda því til hafa þá voru þingmenn Framsóknarflokksins þeir fyrstu sem birtu eignir og eignatengsl sín. En það skiptir engu málið í umræðunni er það?

Hallur Magnússon, 23.2.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég starfaði á sínum tíma mikið innan Framsóknarflokksins áður en Halldór Ásgrímsson eyðilagði flokkinn.  Ég veit ekki betur en það hafi verið Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, sem stóðu fyrir einkavinavæðingunni, sem við erum nú að súpa seiðið af.  Samfylkingin kom þar hvergi nærri.  Það hafa fleiri en framsóknarmenn birt eignatengils sín t.d. Lúðvík Bergþórsson.  Hinsvegar hef ég hvergi séð yfirlit um eignir Finns Ingólfssonar eða skýringar á því hvernig hann varð allt í einu einn ríkasti maður landsins.  Að ég tali nú ekki um hvernig Halldór Ásgrímsson notaði kvótakerfið til að auðga sína fjölskyldu á Hornafirði.  Það er nefnilega þannig með suma framsóknarmenn að margt af því sem þeir gerðu í opinberum störfum þolir ekki dagsins ljós.  Þeir birta bara það sem hentar hverju sinni.

Jakob Falur Kristinsson, 23.2.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég held að minnisbrestir Guðna Ágústssonar hafi smitast í félaga Hall.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.2.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er sennilega rétt og því miður virðist Framsókn stóla á að flestir hafi gullfiskaminni eins og þeir sjálfir.

Jakob Falur Kristinsson, 24.2.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband