Prófkjör

Morðausturkjördæmi mun vera mjög eftirsótt hjá Sjálfstæðisflokknum þessa daganna, því hvorki færri en 10 hafa gefið kost á sér 5 karlar og 5 konur.  Þarna verða örugglega mikinn sárindi í kjölfarið.  Því Sjálfstæðisflokkurinn á ekki nema 2 þingsæti í þessu kjördæmi.  Ókosturinn við þessi prófkjör er sá að þau sundra oftast stuðningsmönnum flokkanna í stað þess að sameina þá.
mbl.is 10 í prófkjör D-lista í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Morðausturkjördæmi" , þessi var afar slakur !

 "því hvorki færri en 10 hafa gefið kost á sér 5 karlar og 5 konur.  Þarna verða örugglega mikinn sárindi í kjölfarið"

Það hljóta alltaf að vera sárindi í hvert skipti sem fólk nær ekki settum markmiðum, en ekki veit ég hvernig það tengist því að í prófkjöri séu  5 karlar og 5 konur.  

Tvö þingsæti fékk flokkurinn í síðustu kosningum eins og þú bendir réttilega á, en kemur til með að auka við fylgi sitt á kostnað Framsóknar í næstkomandi kosningum (ef mín spá rætist :) )

"Ókosturinn við þessi prófkjör er sá að þau sundra oftast stuðningsmönnum flokkanna í stað þess að sameina þá."

já, það gæti verið eitthvað til í þessu hjá þér, hjá VG og þínum mönnum í XF hafa formennirnir sest við barborð með nokkrum góðum vinum og raðað upp lista þegar klukkuna er að ganga fjögur að morgni. Er það líklegt til þess að sameina fólk í þessum flokkum ?

Gætirðu hugsanlega bent á lýðræðislegri leið en prófkjör þegar setja á saman framboðslista ?

Hvað ætlar annars Frjálslyndi flokkurinn sér að fá mörg sæti í NA-kjördæmi ?

og hver verðu efsti maður á lista þar ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 24.2.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég veit ekki til þess að Frjálslyndi flokkurinn sé búinn að ákveða framboðslista í þessu kjördæmi en það verður örugglega einhver góður þar í efsta sæti sem fer auðvitað inn á þing á kostnað Sjálfstæðisflokksins.  Framboðslistar hjá flokknum eru ekki ákveðnir við barborð af formanni.  Heldur er stillt upp lista af kjördæmisráði í hverju kjördæmi og þar hafa allir möguleika á að bjóða sig fram sem rétt eiga til setu á kjördæmisþingi þ.e. vera flokksbundnir.  Það er ekki eins og hjá sumum flokkum að þeir sem eru í prófkjöri smali óflokksbundnu fólki til að kjósa í prófkjörinu.  Það eina sem þarf er að skrifa undir yfirlýsingu um að viðkomandi ætli að kjósa flokkinn.  Það er ekki einu sinni gerð krafa um að ganga í viðkomandi flokk.  Þess vegna verður þetta ein hringavitleysa með tilheyrandi leiðindum.

Jakob Falur Kristinsson, 25.2.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Gefum okkur það að 10 manns sitji í kjördæmaráði XF í NA-kjördæmi. Er það þá þín skoðun að fundur 10 einstaklinga sé á einhvern hátt lýðræðislegri en opið prófkjör þar sem 50 þús manns hafa áhrif á framboðslista ?

Burt séð frá því hvort fólk sé flokksmenn eða ekki, afhverju ekki að leyfa bara öllum að hafa áhrif á listann (til góðs eða ills) ?

er það ekki einmitt "að vera að leyfa þjóðinni að hafa áhrif" ?

En það er nú oft þannig, að þeir sem mest tala um lýðræði það eru einmitt þeir sem troða á lýðræðinu.

En þar er auðvitað fremstur í flokki hræsnarinn sem er grænn að utan, en rauður að innan, Steingrímur J. Sigfússon.

Annars á ég nú ekki von á stórum sigrum hjá Frjálslyndum, ekki nema hugsanlega þið gætuð náð að sætta forystuna og Eirík Stefánsson, því það mætti segja mér að Eiríkur Stefánsson hefði einmitt gríðarlegt fylgi í þessu kjördæmi, ef formaður ykkar myndi bara fara aðeins niður af háa hestinum sem hann er gróinn við, og myndi sætta óánægjuna í flokknum. Að öðru leyti vill ég helst ekki gefa XF hvorki góð né slæm ráð :)

Ingólfur Þór Guðmundsson, 25.2.2009 kl. 09:59

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það mæta mikið fleiri en 10 manns á kjördæmaþing hjá Frjálslyndum.  Það síðasta sem ég sat fyrir síðustu kosningar mættu á milli 50-60 manns og miklar umræður um væntanlegan framboðslista.  Mér finnst ekki lýðræðislegt þegar fólk í einum stjórnmálaflokki er að stilla upp á framboðslista hjá öðrum flokki sem það ætlar ekki að kjósa.

Jakob Falur Kristinsson, 25.2.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband