Herskip

Huliðsskipið Sea Shadow.Áhugasömum býðst nú til að eignast huliðsskipið Sea Shadow án endurgjalds. Skipið verður ella sent í brotajárn.

Ég er ákveðinn í að gera tilboð og kaupa þetta skip og einnig herpramma sem einnig er til sölu.  Þetta á ekki að kosta neitt bara taka við þessu dóti.

Þetta skip væri tilvalið til að sigla með ferðamenn umhverfis Ísland.  Fara í hvalaskoðunarferðir og leyfa ferðamönnunum að sjá hvali og skjóta þá síðan í tætlur.  Einnig mætti taka að sér í verktöku að verja landhelgi Íslands þar sem Landhelgisgæslan getur það ekki vegna fjárskorts.  En það eru alltaf til peningar til að greiða verktökum.  Má þar minna á að þegar Hafrannsóknarstofnun fór í sparnaðaraðgerðir og seldi rannsóknarskipið Dröfn RE-35 en sá sem keypti skipið hefur síðan verið með næg verkefni fyrir Hafrannsóknarstofnun á milli þess sem skipið er notað við hrefnuveiðar.  Þetta herskip mætti síðan líka nota til að ráðast á Færeyjar og Grænland svona bara til að sýna Dönum að íslenska útrásin er ekki alveg búinn þótt illa hafi farið með fyrirtækin sem við keyptum erlendis.


mbl.is Viltu eignast herskip?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Fara í hvalaskoðunarferðir og leyfa ferðamönnunum að sjá hvali og skjóta þá síðan í tætlur."

ÖÖÖhhh.... ertu að tala um að skjóta ferðamennina eða hvalina??

Þórir 24.2.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Fæ ég ekki að vera einn af tólf í áhöfn ef þú ferð út í verktöku á landhelgisgæslu?

Svo má við bæta að ekki er um stóra eldavél að ræða um borð en þar er þó örbylgjuofn.

Sjá nánar á wikipedia.org

http://en.wikipedia.org/wiki/Sea_Shadow_(IX-529)

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.2.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

og svo getur við farið til Tortola og cayman og hvað það allt heitir og náð í milljarða með látum.

Sveinbjörn Eysteinsson, 25.2.2009 kl. 00:17

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já mér verða allir vegir færir með þetta herskip.  Auðvitað er ég að tala um að skjóta hvalina en ekki ferðamennina því ég þarf að hafa af þeim peninga.

Jakob Falur Kristinsson, 25.2.2009 kl. 00:35

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Tortola eyjar voru mér ekki ofarlega í huga þegar ég ritaði hina fyrri athugasemd.

En þetta er góð hugmynd, sérstaklega þar sem skipið sést illa í radar.

kv:

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 25.2.2009 kl. 00:38

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg sjálfsagt að fara til Tortola-eyja og ná í þessa peninga sem þar eiga að vera geymdir og koma með til Íslands gegn góðri þóknun.

Jakob Falur Kristinsson, 25.2.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband