Menntamálaráðherra

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun frumvarp til laga um úthlutun listamannalauna. Miðar frumvarpið að því að fjölga þeim mánuðum sem listamönnum standa til boða, úr 1.200 í 1.600, á þremur árum. Hins vegar verði launin ekki hækkuð.

Hún Katrín Jakobsdóttir er að ger góða hluti í Menntamálaráðuneytinu.  Greinilega rétt kona á réttum stað.  Svo er hún líka að vinna að breytingum á Lánasjóði Íslenskra námsmanna sem verða til mikilla bóta.

Vonandi að hún haldi þessu embætti eftir kosningar.


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki í lagi með ykkur? á nú að fara að dreifa peningum í fólk sem nennir ekki að vinna!! Það má greinilega sjá hvernig forgangsröðin er hjá vistri grænum er .Halda uppi Hallgrími og félögum það er númer 1 skítt með verkalýðinn sem er að blæða út.

Nú skal endurgjalda greiðan fyrir ofbeldið á Austurvelli.

jens 6.3.2009 kl. 14:16

2 identicon

Sammála Jens að mörgu leiti. Ég sé enga ástæðu til að fjölga þeim sem eru á framfæri ríkisins. Enda hefur maður ekki heyrt um neitt atvinnuleysi hjá listamönnum né heldur uppsögnum. Það væri nær að setja þessa peninga í þær atvinnugreinar þar sem mest er atvinnuleysið. Ef vel tekst til að koma þeim af stað aftur, þá eru stuðningsmenn lista fljótir að koma aftur.

Staðreyndin er bara einfaldlega sú að þegar illa árar, ég tala nú ekki um eins og nú árar, þá höfum við bara ekki efni á að fjölga þeim sem eru á jötunni. Við þurfum að koma atvinnulífinu af stað aftur og veitir ekki af öllum peningunum sem hægt er að fá til að koma því af stað.

Sigurður Geirsson 6.3.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Katrín er að gera góða hluti í sínu ráðuneyti.  Listamenn verða ekki til vegna þess að þeir nenni ekki að vinna.  Við eigum að vera þakklát fyrir gott listalíf í landinu.  Það dýrmætasta sem hver þjóð á er góð menning.  Það eru margir á ríkisjötunni sem skila minna en listamenn.  Lífsgæði eru ekki bara fólgin í eilífu striti og erfiði.

Jakob Falur Kristinsson, 6.3.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðan og jákvæðan pistil, Jakob Falur.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.3.2009 kl. 23:06

5 Smámynd: Karen María Jónsdóttir

Verkefnastaða listamanna hefur farið hríðversnandi á undanförnum misserum þar sem aðgangur að fjármagni er mjög takmarkað. Þetta gerir það að verkum að listamenn eiga mun erfiðara með að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu. Birtingarmyndin er atvinnuleysi.

Það gleymist að geta þess í umræðunni að með fjölgun listamannalauna er einnig verið að fjárfesta í útflutningi í einum af okkar megnugustu atvinnuvegum.

Á meðan losunarkvótar eru að fyllast, fiskurinn í sjónum er að bregðast okkur og bankakerfið er hrunið þá eru það hugvit listamanna sem stendur eftir sem ein okkar sterkasta auðlind.

Bókmenntir, myndlist, tónlist, leiklist og hönnun (sem nú er verið að stofna nýjan jóð fyrir) er vara sem er vinsæl erlendis og er að færa þjóðinni gjaldeyristekjur á erfiðum tímum.

En það er ekki það eina. Mikilvægi lista þegar kemur að því að treysta samskipti milli þjóða og hlutdeild listarinnar í uppbyggingu viðskiptatenglsa eru einnig þekkt og viðurkennt fyrirbæri. 

Listamannalaun eru öflug leið fyrir ríkið til þess að kaupa ákveðna þjónustu sem tryggir að virkni ofangreindra þátta verði sem mest.

Bendi á orð Þorgerðar Katrínar á Kvikmyndaverðlaununum Eddunni núna fyrir jól þar sem hún sagði að þjóðin hefði sjaldan þurft eins mikið á listamönnunum okkar að halda eins og núna við endurreisn okkar út á við og til að byggja sjálfstraust okkar inn á við.

Nýr menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir er að byggja undir þjóðina á framsækinn og frumlegan hátt. Hún er áð nýta hér auðlind sem áður hefur verið vannýtt, auðlind sem á sama tíma er óþrjótandi. 

Karen María, danslistamaður

Karen María Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er innilega sammála þér Karen.  Góð list og menning er mikil auðlynd og á eftir að hjálpa mikið til við að skapa jákvætt viðhorf á ný til Íslands.  Nú er mjög erfitt hjá mörgum listamönnum, því flest þau stóru fyrirtæki sem hvað studdu mest við listir og menningu eru farin á hausinn og þá þarf ríkið að koma til aðstoðar.  Ég get ómögulega skilið það fólk sem telur að fólk vinni við listir af því að það nennir ekki að vinna.  Ég hefði talið að störf við listir væru ekkert frábrugðin öðrum störfum, nema að síður sé því það þarf miklu meiri hæfileika til.

Jakob Falur Kristinsson, 7.3.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband