Framboð

Kolbrún Stefánsdóttir Kolbrún Stefánsdóttir segist í tilkynningu hafa ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Frjálslynda flokksins. Hún er nú ritari flokksins og mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Þá er nokkuð ljóst að enn verða átök hjá Frjálslynda flokknum, því ég á ekki von á öðru en Magnús Þór Hafsteinsson núverandi varaformaður mun örugglega vilja halda sínu embætti.  Það á ekki af þessum blessuðum flokki að ganga, aldrei friður.  Nú verður endurtekinn sami leikur á landsfundinum í Stykkishólmi og var á síðasta landsfundi, smölun á báða bóga.  Ég ætla ekki að mæta á landsfundinn núna, ég fékk alveg nóg af rugli og vitleysu sem var í gangi síðast.  Ég hef verið duglegur að bjóða mína krafta fram í starfi fyrir þennan flokk, en svo les ég bara um það í blöðunum að búið sé að halda kjördæmisþing í Suðurkjördæmi og stilla upp lista og þar sé Grétar Mar efstur.  Ég er svo reiður að hafa ekki fengið að vita um þetta kjördæmaþing og fá að taka þátt í að stilla upp á framboðslistann, að ég ætla ekki að koma nálægt neinu starfi fyrir þennan flokk fyrir næstu kosningar frekar en margir aðrir sem ég hef rætt við.  Það er engu líkara en Grétar Mar hafi ráðið því einn hverjir væru á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi.  Þetta eru ólýðræðisleg vinnubrögð, sem eru núna að fæla fjölda manns frá flokknum.  Það er búið að skapa svo mikla óánægju í flokknum hér á svæðinu að ég er ekki lengur viss hvort ég kjósi flokkinn aftur.  Því Grétar Mar með sínum vinnubrögðum mun ekki komast aftur inn á þing og getur sjálfum sér um kennt.


mbl.is Kolbrún í varaformannsframboð hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Einar Sigurðsson

Er sammála því að það vantaði að geta sent inn tillögur í Suðurkjördæmi hjá Frjálslyndum.

S. Einar Sigurðsson, 9.3.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já ég er því sammála og eins ætti að hafa póstkosningu eins og gert verður í Norðvesturkjördæmi.

Jakob Falur Kristinsson, 9.3.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Sæll Jakob!

Ásgerður Jóna Flosadóttir hefur fyrir löngu gefið kost á sér í framboð til varaformanns, svo þau eru 3 nú þegar í framboði.  Þetta er jú lýðfrjálst land svo það þarf ekki að vera slæmt þó fólk bjóði sig fram til forystustarfa.  Ég tel það vera af hinu góða.  Allavega þarf að hafa allt opið og lýðfrjálst hvort svo sem það er á Landsfundi eða í kjördæmafélögum öðruvísi ganga hlutirnir ekki upp.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 10.3.2009 kl. 10:15

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef hvergi haldið því fram að ekki mættu allir bjóða sig fram.  Það sem ég var að gagnrýna er að það virðist hafa farið mjög hljótt um kjördæmisþing í Suðurkjördæmi og engu líkara en Grétar Mar hafi ráðið því nánast einn hverjir skipuðu framboðslistann í þessu kjördæmi.  Ég veit um tvo aðila í Reykjanesbæ sem unnu mikið fyrir flokkinn fyrir síðustu kosningar, lögðu bæði fram peninga og vinnu.  Þeir höfðu áhuga á að bjóða sig fram á listann en Gréta Mar stoppaði það með þeim orðum að búið væri að ákveða uppröðun á listann.  Ef hægt er að kalla þetta lýðræði þá hef ég misskilið það hugtak.

Jakob Falur Kristinsson, 10.3.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband