ESB

Nú má ekki lengur ræða aðild að ESB innan Sjálfstæðisflokksins, það verður að bíða eftir landsfundi flokksins.  Það er engu líkara að sumir í þessum flokki líti á að það sem samþykkt er á landsfundi sé öllu æðra.  Geir H. Haarde, formaður flokksins þorir ekki að gefa upp sinn vilja í því máli af ótta við að flokkurinn klofni.  Geir er farinn að líkjast æ meira framsóknarmanni.  Vill hafa alla möguleika opna til að getað stokkið á það sem honum hentar best hverju sinni.  Eitt er þó ljóst að málefni ESB verða til umræðu á landsfundinum og þar munu takast harkalega á tvær fylkingar og sennilega klofnar flokkurinn eftir landsfundinn og Geir hefur þá möguleika að fylgja stærri fylkingunni.

Annars er framkoma Sjálfstæðismanna á Alþingi þessa daganna mjög undarleg.  Þeir vilja að þingstörfum verði hætt sem fyrst vegna komandi Alþingiskosninga, en samt halda þeir uppi málþófi til að tefja störf þingsins.  Þeir eru að reyna að hindra að hægt verði að breyta stjórnarskránni fyrir kosningar.  Nú reyna þeir að hindra því að sett verði í stjórnarskránna, að auðlyndir Íslands, fiskurinn í sjónum og orkan verði sameign þjóðarinnar. 

Samt fluttu þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson fv. formaður Framsóknar þingsályktun um sama málefni í ársbyrjun 2007 en sú tillaga varð aldrei afgreidd, heldur dagaði uppi í einhverri nefnd.  Ætlar einhver að kjósa þessa vitleysingja á þing aftur?  Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt efnahagsmálum Íslands samfellt í 18 ár og allt er í rúst.   Frjálshyggjuæðið varð til þess að flokkurinn stendur nú með allt niður um sig. 

Vonandi fer þessi flokkur ekki í ríkisstjórn í næst 18 ár ef ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband