Olíusjóður

Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó. Tap Lífeyrissjóðs norska ríkisins, sem yfirleitt er nefndur norski olíusjóðurinn, nam 633 milljörðum norskra króna, rúmum tíu þúsund milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá norska seðlabankanum. Sjóðurinn sem meðal annars fjárfestir á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði, skilaði 23,3% neikvæðri ávöxtun á síðasta ári.

Svo ætlum við íslendingar að fá aðila til að leita að olíu við Ísland og tökum þá væntanlega Norðmenn okkur til fyrirmyndar. 

Vantar okkur fleiri fyrirtæki til að tapa á, fer ekki að vera komið nóg í bili.?


mbl.is Tap norska olíusjóðsins 633 milljarðar norskra króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Svo ætlum við íslendingar að fá aðila til að leita að olíu við Ísland og tökum þá væntanlega Norðmenn okkur til fyrirmyndar."

 Nei.

Olíulögin sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking laumuðu í gegnum þingið rétt fyrir slitin gera að sjálfsögðu ráð fyrir því að ef olía finnst við ísland, að hún hafni í höndum sömu aðila og hafa hrifsað til sín allt annað sem Ísland hefur gefið af sér.

Þetta er að sjálfsögðu ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að stjórnarskráin taki af allan vafa um að þjóðin egi auðlindirnar.  Og að þeir berjist þessa dagana á hæl og hnakka á móti því að nýtt stjónlagaþing verði sett án þess að þeir hafi alla þar undir sínum hæl.

Jakob..   Þú ættir að kynna þér málið aðeins betur áður en þú rymur á móti þeirri leið sem Norðmenn hafa farið.  Fyrirsögnin á fréttinni er misvísandi, olíusjóðurinn græddi allt í allt 256 milljarða NOK (4141 millj. ISK) á síðasta ári.

Lykilatriðið er auðvitað það að allir olíupeningarnir eru eign Norðmanna sjálfra, peningar sem þeir ætla að nota til að halda uppi velferðarkerfi sínu um ófyrirsjáanlega framtíð, löngu eftir að olían er uppurin.

Íslendingar?  Jú, við ætlum að hafa það fyrirkomulag að olíupeningarnir endi í bönkum á Tortola og í eigu næstu kynslóðar flokksgæðinga Sjalfstæðisflokks og Samfylkingar (Framsóknar líka ef þeyr þá ekki deyja út)

Jón Helgi 11.3.2009 kl. 11:31

2 identicon

Hvað með það þó það sé neikvæð ávöxtun eitt tvör ár ?? Maður getur ekki alltaf grætt... 

Hefur ekki verið jákvæð ávöxtun undanfarin ár ? Þetta eru þá væntanlega bara platpeningar sem eru að hverfa..

Það sem fer upp hlýtur að koma niður..

David 11.3.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg skýrt í fréttinni að norski olíusjóðurinn tapaði 633 milljörðum á síðasta ári.  Ég er aftur á móti sammála um að ef olía finnst á Drekasvæðinu þá verður hún í eigu erlendra aðila.

Jakob Falur Kristinsson, 11.3.2009 kl. 12:36

4 identicon

Nei, tapið á verðbréfahluta sjóðsins er 633 milljarðar.  En sjóðurinn er ekki allur geymdur í verðbréfum.  Heildarhagnaður sjóðsins þegar allur gróði og tap er reiknað er 256 milljarðar.

Jón Helgi 12.3.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband