Vill 5. sætið

Gunnar Þór Sigbjörnsson.Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri Egilsstöðum, býður sig fram í 5. sæti á lista Framsóknarflokksins, í NA-kjördæmi. Maki hans er Helga Þórarinsdóttir, og eiga þau 2 börn. Hann er með gráðu í verslunarstjórnun frá Bifröst og próf í stjórnun frá Háskóla Íslands.

 Þetta er greinilega hófvær maður, að sækjast aðeins eftir 5. sæti hjá Framsókn í þessu kjördæmi.  Þar sem litlar líkur eru á að flokkurinn fái mann kjörinn í kosningum og ef svo yrði þá væri það aldrei nema einn.


mbl.is Vill 5. sæti í NA-kjördæmi fyrir Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það væru pólistík stórtíðindi að Framsóknarflokkurinn fengi 1 mann í NA. Lengst af var flokkurinn með yfir 40% fylgi í þessu kjördæmi en hefur dalað nokkuð og var með 27% og þrjá menn síðast... eða góðan skerf að þingmönnum Framsóknar á landsvísu.... Eigum við ekki að vera hóglega svartsýn fyrir þeirra hönd og reikna með tveimur.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.3.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta mikla fylgi á sínum tíma í þessu kjördæmi byggðist mikið á hvað Halldór Ásgrímsson var duglegur að misnota aðstöðu sína og hjálpa mönnum með aflakvóta.  Nú er hann farinn svo ég held að það væri kraftaverk að flokkurinn fengi tvo menn.

Jakob Falur Kristinsson, 11.3.2009 kl. 15:48

3 identicon

Jakob. Fyrir tilviljun lenti ég inn á bloggsíðu þína. Þú segist loka á þá sem nýta sér síðuna til persónulegra árása-á þig. Það er fagnaðarefni, í seinni tíð hefur verið allt of mikið um skítkast og persónulegar árásir á fólk, oftast undir dulnenfi, sem á reyndar ekki við þig. Þegar ég las þetta taldi ég því að þessi síða væri laus við slíkt. En þá sé ég að þú sjálfur ert með persónulegar árásir. Og meira en það, þú sakar fyrrum leiðtoga flokksins um afbrot, að hafa misnotað aðstöðu sína til að hygla stuðningsmönnum.  Þú þyrftir nú að rökstyðja þetta nánar. Og hvað hefði hann þurft að "hjálpa mörgum með aflakvóta" til að ná 35-40 % fylgi eins og var í NA kjördæmi forðum?  Þetta dæmir sig auðvitað sjálft.

Hákon Hansson 15.3.2009 kl. 07:50

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Á sínum tíma var landinu skipt í tvo hluta þegar úthlutað var sóknarkvóta á togara.  Þeir sem voru á norður svæðinu fengu meira af þorski og minna í karfa og ufsa.  Á suðursvæðinu var þetta alveg öfugt.  Í byrjun var norðursvæðið miðað við Bjargtanga að vestan og nesið fyrir norðan Hornarfjörð að austan.  Halldór lét með einni reglugerð færa norðursvæðið suður fyrir Hornafjörð.  Þetta var á þeim tíma þegar fjölskyldufyrirtækið Skinney gerði út einn togara og fékk aukinn þorskkvóta við þessa breytingu.  Ég get líka nefnt annað dæmi en það var þegar fyrirtækið Gullver hf. á Seyðisfirði var í miklum vandræðum, þá gekk Halldór í það að fá eigendur bátsins Ottó Wathne NS til að kaupa annan togarann af Gullver og Halldór lét Hafrannsóknarstofnun kaupa Ottó Wathne sem síðar varð rannsóknarskipið Dröfn RE, ég ætla ekki að fara útí alla spillinguna varðandi sölu ríkisbankanna og um S-hópinn eða Finn Ingólfsson.  En af nógu er að taka.

Jakob Falur Kristinsson, 15.3.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband