Nýr Háskóli

Með samkomulagi milli Blönduósbæjar og Háskólans á Hólum verður byggt upp háskólasetur á Blönduósi. Samkomulagið undirrituðu þeir Skúli Skúlason rektor á Hólum og Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri á Blönduósi nýverið.

Ég ætla ekki að gera lítið úr gildi menntunar, en mér finnst samt vera komið full mikið af öllum þessum háskólum.  Það fer varla að verða til það starf, sem ekki er krafist háskólamenntun til.  Það má engin passa lítil börn á leikskólum eða kenna í barnaskóla án háskólaprófs.  Allt er þetta á kostnað verkmenntunar í landinu sem alltof fáir sækja í.

Verður kannski næst að krafist verður háskólamenntunar til að vera öryrki


mbl.is Kvennaskólinn verður gerður að háskólasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er ekki Háskóli heldur háskólasetur Jakob Falur. Hér er um að ræða nauðsynlegt byggðamál og einnig að eignir ríksissjóðs (Kvennaskólinn á Blönduósi er engin smá bygging) séu nýttar að einhverju marki í staðinn fyrir að standa algerlega auðar. Þessum peningum er því vel varið.

Ef þú hefur kynnt þér málið þá er þetta verkmenntun (textil o.fl.) sem verið er að bæta og styrkja. Þannig að þú ættir að gleðjast og ég vona að þú sjáir þig um hönd. Háskólamenntun er góð ekki síst nú um stundir þar sem atvinnulaust fólk getur sótt sér menntun í staðinn fyrir að lepja dauðann úr skel.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 12:02

2 identicon

Hvað er að gerast? eru til peningar í þetta? Þurfum við á þessu að halda, enn einn háskólan sem dælir út viðskiptafræðingum.

Landið 16.3.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Lestu fréttinda Landið! Þetta er háskólasetur. Ég endurtek "SETUR". Tvö stöðugildi sem annars hefðu nýtst í Háskólanum á Hólum.

Hvað um að það eru útskrifaðir lögfræðingar úr amk 3 háskólum í dag. Við þurfum ekki á því að halda. Þarna er um að ræða verkmenntun. Ég hvet þig og alla þá sem ætla að vera með upphrópanir um málið að kynna sér það fyrst. Hugsa fyrst. Tala svo!

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 12:49

4 identicon

Það verður meira en nóg að gera fyrir lögfræðinga þessa lands ef við göngum í ESB. En það er alveg rétt að það er líka verið að útskrifa nóg af þeim.

Þetta breytir samt engu Guðmundur það eru ekki til penningar í landinu og við eigum að vera að skera niður ekki eyða í svona vitleysu.

Landið 16.3.2009 kl. 13:17

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það eru samt til peningar til að klára tónlistarhús í Reykjavík. Ég get engan veginn fallist á að þetta sé vitleysa en ég er kannski ekki hlutlaus enda Blönduósingur :)

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er í einu orði sagt RUGL og peningar í tónlistarhús skipta engu máli, enda eru þeir ekki til.

Jakob Falur Kristinsson, 16.3.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband