HB-Grandi hf.

Frystitogarinn Höfrungur III, sem gerður er út af HB Granda. Verkafólk sem starfar á lægstu töxtum Starfsgreinasambandsins er knúið til að axla ábyrgð á fjármála- og bankakreppu, efnahagsástandinu, sem það ber enga ábyrgð á, til að koma til móts við atvinnurekendur, segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

Þetta er alveg í stíl við frjálshyggjuna.  Fjármagnið fyrst svo kemur fólkið.  Annars skil ég ekki forustumenn þessa ágæta fyrirtækis.  Því með þessu er verið að draga niður orðstír fyrirtækisins, sem ég hefði haldið að ætti að skipta eigendurna mestu máli. 

Þarna er verið að misnota verkalýðshreyfinguna, því hún hafði gefið það vilyrði að þau fyrirtæki sem væru illa stödd fengju frest á launahækkun 1. mars en ekki þau sem sannarlega gætu greitt.  HB-Grandi hf. hagnaðist um á þriðja milljarð á síðasta ári svo hann gat auðveldlega greitt þessa hækkun, en gerði það ekki þrátt fyrir góða stöðu. 

Fyrst arðurinn var svo lítill að sögn forstjóra félagsins, þá gat hann ekki skipt máli fyrir moldríka eigendur.  En launahækkun uppá 13,500 krónur skiptir miklu fyrir verkafólk.  Nú líta flestir neikvætt á þetta fyrirtæki og stjórnendur hafa sett á það ljótan blett, sem tekur langan tíma að hverfa.


mbl.is Sérhagsmunalið féfletti útveginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já þessir menn ráða ekki við sig vegna peningagræðgi.  Nú hæla þeir sér að allir hafi haft næga vinnu hjá þeim bæði í Reykjavík og Akranesi.  En það er ekki talað um að um sl. áramót sögðu þeir upp nær öllu starfsfólki á Akranesi.  Ég held að það vinni þar núna um 15 manns.  Svo eru þeir komnir með eignarhald á aðalfyrirtækinu á Vopnafirði sem heitir Tangi hf.  Þar hafa þeir verið að byggja nýja loðnubræðslu og endurbæta vinnslulínur fyrir loðnu.  En nú kom engin loðna svo ég veit ekki hvernig ástandið er í atvinnumálum á Vopnafirði núna.  En fljótlega eftir að þeir eignuðust Tanga hf. seldu þeir togara félagsins og þar misstu margir sjómenn sína atvinnu.  Þeir fullyrða að þeir ætli ekkert að fara frá Vopnafirði á næstunni.  En ætli það séu ekki svipuð loforð og gefin voru hér í Sandgerði á sínum tíma.

Jakob Falur Kristinsson, 17.3.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband