Stórkostlegur hundur

Hundurinn Þoka ferðast milli elliheimila og skemmtir öldruðu heimilisfólki. Þoka sem er sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum var á Hrafnistu í gær ásamt eiganda sínum og vakti talsverða lukku. Heimilisfólki fannst hundurinn spennandi, en sumir voru þó meira fyrir ketti.

Ekki veitir af að létta fólkinu lífið sem er á elliheimilunum.  Þegar ég bjó fyrir vestan á Bíldudal átti ég alltaf kött og hann veitti mér góðan félagsskap.  Þegar ég flutti síðan hingað í Sandgerði tók ég auðvitað köttinn með.  En í eitt skipti þegar hann var að leika sér fyrir utan svalirnar hjá mér (Ég bý á jarðhæð), þá kom einhver maður og tók köttinn og sagðist ætla að aflífa hann því lausaganga katta væri bönnuð (Hann var ekki merktur með hálsól)  Seinn sá ég auglýst hér í Sandgerði kettir til gefins.  Ég hafði samband við þann sem auglýsti og fékk hjá honum tvo kettlinga og hafði af þeim mikla ánægju.  En svo komst forstöðukonan sem sér um húsi sem ég bý í, að því að ég væri með kettlinga.  Hún sagði að samkvæmt húsreglum fyrir þetta hús mætti ekki vera með gæludýr og varð ég að láta svæfa þá báða.  Þegar maður býr einn geta þessi dýr veitt manni ótrúlegan félagsskap. 


mbl.is Loðinn og ferfættur sjálfboðaliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegur hundur. Vel upp aldir hundar og kettir eru dásemdarfélagar ég gæti ekki hugsað mér að vera án þess að hafa dýr á heimilinu.

Það er gaman að svona fréttum, þó að ég hefði sjálf haft lokaorðin í viðtalinu öðruvísi klippt... 

Það er ótrúleg þessi árátta að banna dýr allstaðar í fjölbýli eins og þú hefur lent í. Bara ömurlegt, þau eru með bestu vinum og sálfræðingum sem maður finnur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.3.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Promotor Fidei

a: Það er aumingjaskapur af þér að hafa látið svæfa kettlingana. Ef maður kemst í þá aðstöðu að geta ekki haldið gæludýrið sitt á maður að hafa fyrir því að koma því í fóstur annars staðar, en ekki spana beint af stað að fá svæfingarsprautuna.

b: Hitt er svo enn ein vitleysan hér á Íslandi (og er þó af nógu að taka) að fólk í fjölbýlishúsum skuli vera háð geðþótta nágranna sinna um að halda gæludýr sem enginn ami er af. Lögin um dýrahald hampa þessum undarlegu leiðindapúkum sem yfirleitt leynist amk eitt eintak af í hverri blokk.

Promotor Fidei, 18.3.2009 kl. 14:46

3 identicon

Ekki eru það nú alltaf leiðindapúkar sem koma í veg fyrir dýrahald í fjölbýlishúsum, ofnæmi er algeng ástæða þess að dýr eru bönnuð í blokkum.  Hins vegar er líka til fullt af leiðindapúkum, hvort sem þeim er ami af dýrum eða ekki.

núll 18.3.2009 kl. 15:04

4 Smámynd: Einar Steinsson

Íslendingar eru fasistar þegar kemur að gæludýrum. Út um alla Evrópu tekur fólk hundana sína með hvert sem það fer. Ef þú ferð á veitingastað er líklegast að það séu einn eða fleyri hundar undir borði einhverstaðar, inn í verslunum eru þeir við hlið eigenda sinna og flest hótel og gististaðir leifa hunda. Einu staðirnir þar sem maður sér fólk skilja hundana eftir fyrir utan eru matvöruverslanir.

Á Íslandi er stöðugt væl um ofnæmi sem maður heyrir aldrei hérna úti, ég efast ekki um að það er til fólk sem hefur ofnæmi fyrir gæludýrum en á íslandi er þessi afsökun notuð í svo miklu mæli að annaðhvort er stór hluti af fólkinu að ljúga eða Íslendingar hafa einhvern stórkoslegan genagalla.

Það fólk sem telur sig vera með t.d. ofnæmi fyrir hundum ætti ekki að gista á Evrópskum hótelum eða fara á veitingastaði eða aðra opinbera staði yfirleitt því að þar er það nokkuð öruggt með að hundar eru á staðnum eða eru nýfarnir.

Einar Steinsson, 18.3.2009 kl. 15:09

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hafði engin tök á öðru en að láta svæfa kettlingana, það var ekki vegna aumingjaskapar heldur gert í neyð.

Almennt held ég að íslendingar séu á móti gæludýrum og fordómafullir.  Hitt er annað að í fjölbýlishúsum á ekki hluti íbúa að ráða.  Heldur á að halda húsfund og meirihlutinn ræður.  Hér hefur ekki verið haldinn húsfundur síðan ég flutti hingað fyrir þremur árum, enda er ég að flytja í burtu og fara vestur aftur.

Jakob Falur Kristinsson, 18.3.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband