Miklar skuldir

Mynd 191355 „Staða margra smábátasjómanna er vægast sagt mjög erfið. Þeir hafa fjárfest mikið í veiðiheimildum og tekið til þess erlend lán sem hafa hækkað gríðarlega. Margir sitja uppi með tuga milljóna skuldir og þrátt fyrir frystingar lána þá eru vaxtagreiðslurnar einar að sliga margan trillukarlinn því fiskverð hefur lækkað mjög að undanförnu,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Ekki er ástandið betra hjá stóru útgerðinni.  Enda ekki nema von þegar græðgin var orðin slík að kílóið af óveiddu þorski í sjónum var selt á 3.500,- 4.000,- krónur.  Undir því stendur engin útgerð.

Eina færa leiðin í þessu er að ríkið innkalli allar veiðiheimildir og tvöfaldi magn þeirra.  Síðan leigði ríkið útgerðum veiðiheimildi fyrir 10-15% af söluverði aflans sem færi í sjóð til að greiða niður þessi erlendu lán.  Þeir sem eru núverandi handhafar kvótans myndu ekkert skaðast heldur myndi hagur þeirra batna með auknum veiðum.  Auk þess sem þeir losnuðu undan þessum miklu lánum.


mbl.is Sitja uppi með milljónatuga skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

flest er þetta nú fullorðið fólk sem á að bera sjálft ábyrgð á gerðum sínum - ef fyrirfram er vitaða að Kr 3500 er allt allt of hátt en samt keypt, skil ekki svona

þetta er nú ekki síðasta skipið sem siglir

Jón Snæbjörnsson, 20.3.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað eiga allir að bera ábyrgð á sínum gjörðum og þetta kvótaverð var orðið rugl.  Hins vegar þótt þessir einstaklingar fari í gjaldþrot verður að greiða erlendu skuldirnar því þær eru teknar í gegnum einhvern íslenskan banka og að lokum lendir tapið á skattgreiðendum.  Það sem ég er að leggja til er einmitt að forðast það.

Jakob Falur Kristinsson, 21.3.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband