Fermingar

Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur og Guðni Már... Þrjátíu og átta fermingarbörn ganga til altaris í Lindakirkju í Kópavogi á morgun, laugardag. Athöfnin verður sérstök fyrir þær sakir að hún er sú fyrsta í hinni nýju kirkju, sem ekki er fullkláruð. Á meðal þess sem vantar eru bekkir fyrir kirkjugesti.

Þetta skiptir nú engu máli hvort kirkjan er tilbúinn eða ekki.  Flest börn fermast vegna gjafanna, en ekki vegna trúarinnar.  Þótt látið sé í það skína.


mbl.is Ferma í ókláraðri kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gjafirnar eru mútur.
Ég skora á alla krakka að láta ekki ferma sig inn í trú, þau munu sjá eftir þessu síðar meir, FACT.

DoctorE 20.3.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þetta sjónarmið er svo fornaldarlegt að það mætti halda að það væri komið frá sjálfum Axlar-Birni!

Ég skora frekar á alla að njóta dagsins og þakka Drottni fyrir það sem hann hefur gefið okkur í lífinu. Er það ekki svona, tjah, miklu jákvæðara hugarfar?

Magnús V. Skúlason, 20.3.2009 kl. 11:26

3 identicon

Er eitthvað fornaldarlegra en biblían.. og boðskapur hennar... ekki margt.
Horfðu í spegil Magnús, þar sérðu það sem þú dýrkar, þig sjálfan.

DoctorE 20.3.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Sigurjón

Ég þakka sjálfum mér fyrir að hafa ákveðið að hafa daginn góðan.  Drottinn er nú bara einhver tilbúningur og fornaldarlegt fyrirbrigði.

Sigurjón, 20.3.2009 kl. 12:27

5 Smámynd: Haukur Baukur

DocktorE,

Þetta er hárrétt hjá þér. Margir því miður tengja við gjafirnar en ekki æðri mátt.  Guð efnishyggjunar á stóran söfnuð.  Gott hjá þér benda á að börnin muni sjá eftir þessu síðar meir. Auðvitað á ekki að blanda efnishyggjunni inn boðskapinn. Það gerir boðskapinn marklítinn að lokka þau með gjöfum.  Sleppa gjöfunum og leggja áherslu á hið sanna í boðskapnum, að vera andlega heil.  Finna kærleika og æðri mátt og kunna að lifa með hann.

Það er rökrétt að rúmlega 2000 ára bók sé fornaldarleg.  Þótt hún sé gömul er boðskapurinn ennþá sá sami og á aldrei eins vel við og í dag. 

Og auðvitað sér Magnús í speglinum það sem hann dýrkar,  einhvern jákvæðan gagnvart lífinu. 

Haukur Baukur, 20.3.2009 kl. 12:31

6 Smámynd: Einar Axel Helgason

5. Mósebók 13:6-11

„Ef bróðir þinn, sonur móður þinnar, eða sonur þinn eða dóttir þín eða konan í faðmi þínum eða vinur þinn, sem þú elskar eins og lífið í brjósti þínu, ginnir þig einslega og segir: "Vér skulum fara og dýrka aðra guði," þá er hvorki þú né feður þínir hafa þekkt, af guðum þeirra þjóða, sem kringum yður eru, hvort heldur þær eru nálægar þér eða fjarlægar þér, frá einu heimsskauti til annars, þá skalt þú eigi gjöra að vilja hans og eigi hlýða á hann, og þú skalt ekki líta hann vægðarauga og þú skalt ekki þyrma honum né hylma yfir með honum, heldur skalt þú drepa hann, þín hönd skal fyrst á lofti vera gegn honum til þess að deyða hann, og því næst hönd alls lýðsins. Þú skalt lemja hann grjóti til bana, af því að hann leitaðist við að tæla þig frá Drottni Guði þínum, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Og allur Ísrael skal heyra það og skelfast, svo að enginn hafist framar að slíkt ódæði þín á meðal.“

Þetta er ekki tekið úr samhengi, þetta er ekki einsdæmi og tæpast það fáránlegasta sem ég fundið í þessari bók. Er í alvöru hægt að segja að boðskapurinn eigi við í dag og halda andliti?

Í sömu Mósebók má sjá ákvæði um að ekki skuli plægja með uxa og asna saman og að ekki skuli vefa úr hör og ull saman. Sérdeilis nútímalegur boðskapur.

Einar Axel Helgason, 20.3.2009 kl. 13:50

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, en Einar, skilru, þúst...þetta er Gamla Testamentið! Það tekur enginn mark á því lengur...nema þegar kemur að boðorðunum. Og samkynhneigð. Og svínakjöti ef þú ert Mofisti. Og slatta af öðrum ritningargreinum. En ekki þessu! Af því að...öh...hérna...Guð sagg mérða.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.3.2009 kl. 14:03

8 Smámynd: Haukur Baukur

Einar,

ég man þegar ég notaði bókstaflegar tilvitnanir í baráttu minni við "ofurtrúaða".  Og auðséð að þetta samrýmist ekki okkar heimi eins og hann er í dag.  Það er til dæmis ansi hart að berja einhvern til dauða fyrir að tæla annan frá Guðstrú.  Gamla testamentið fordæmir líka presta með vagl í auga, halta og sköllótta.  Einhver þróun hlítur að hafa orðið í rétta átt samkvæmt einfaldri mynd boðskapsins. 

Aðferðafræði gamla testamentsins á ekki við lengur, eins og sjá má líka í tilvísun þinni til landbúnaðar og fatagerðar.   

En grunnboðskapurinn á ennþá við og ég get alveg haldið andliti.

Haukur Baukur, 20.3.2009 kl. 14:48

9 Smámynd: Einar Axel Helgason

En bíddu hægur, þú segir boðskapur biblíunnar – ekki boðskapur nýja testamentisins. Mér finnst þessi þráður ofbeldis vera mjög gegnumgangandi allt gamla testamentið, þó það dragi heldur úr þeim boðskap í nýja testamentinu.

Viltu þá kasta gamla testamentinu? Mér finnst það vera eina leiðin til þess að kristnir menn geti á nokkurn hátt réttlætt biblíutrúna, því almennt finnst mér að þeir hunsi helst nákvæmlega þá hluta gamla testamentisins sem þá lystir – og aðra ekki.

Mér hefur samt ekki fundist neinn vilji hjá þeim sem helst skilgreina sig sem trúaða kristna menn að kasta gamla testamentinu. Meðan það lafir inni, þá finnst mér tómur tvískinnungur felast í því að telja boðskap biblíunnar felast fyrst og fremst í einhverjum ákveðnum hlutum kærleika og réttlætis, því það er einfaldlega rangt. Til að vitna aftur í þetta *blessaða* rit: (5M:9:6)

"Vita skaltu því, að það er ekki vegna réttlætis þíns, að Drottinn, Guð þinn, gefur þér þetta góða land til eignar, því að þú ert harðsvíraður lýður."

Þetta er ekki úr samhengi fremur en fyrr, heldur fyrst og fremst úrdráttur þess texta sem á undan kemur. Þessi Guð metur hvorki réttlæti né miskunnsemi, heldur fyrst og fremst metur hann til kosta fólksins að það dýrki hann. Trúirðu þá ekki á sama Guð og Móses? Trúirðu því að Mósebækurnar séu bull? Trúirðu því ef til vill að Guð hafi bara linast, séð að sér? Er þá Guð ekki tímalaus og alsæ skepna? Það var nú samt Móses sem færði boðorðin 10 frá Guði, ekki satt, svo eru þau þá vitleysa að auki?

Biblían hefur að minnsta kosti tvíþættan boðskap fram að færa – boðskap sem er á engan hátt samkvæmur sjálfum sér, milli mismunandi höfunda bókanna. Þá meina ég ekki að í stöku færslum megi finna mótsagnir, heldur er einfaldlega 40-60% í beinni mótsögn við restina.

Boðskapur biblíunnar er því ekki til sem nein heild ef þú vilt meina að stór þráður hans sé kærleikur og réttlæti, því gamla testamentið, meirihluti biblíunnar að lengdinni til, hefur mikið ofbeldi og ofstæki fram að færa. Í því samhengi geturðu ekki sagt að grunnboðskapurinn eigi ennþá við – því hann er ekki til.

Einar Axel Helgason, 20.3.2009 kl. 18:44

10 Smámynd: Haukur Baukur

Einar,

við erum þá ekki sammála.  Grunnboðskapurinn er til staðar, eins og í Buddhatrú, Múhameðstrú, Grískri Goðafræði, Wicca,  og fleirum.  allar þessar trúarskoðanir birta líka þversagnir, vandamál.

Þú ert duglegur að greina slík vandamál. 

Þegar fólk stendur frammi fyrir breytingum,  t.d. vegna trúarskoðana,  er surningin oftast orðin hvort það vilji lifa í vandamálinu eða lausninni? 

Hverjar eru lausnir þínar fyrir biblíutrúað fólk?

Ég hef ekki séð þig nefna aðrar lausnir, bara týnir upp greiningu á vandamáli.  Ef einhver með bilaðan bíl fær ekki lausn, er hann áfram með bilaðan bíl.

Að mínu mati virðist þú ekki ósvipaður predikurum biblíunnar sem ég hef meðal annars kynnt mér gegnum tíðina.  Munurinn er boðskapurinn sem hendir fram.  Sannfæringin er til staðar eins og hjá þeim.  

Segðu mér einar, í stuttu máli:

Vandamálið fundið - Hver er lausnin?

Haukur Baukur, 21.3.2009 kl. 11:08

11 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Efnishyggja er þrælblönduð inn í trúnni og Biblíunni.  Breytti ekki Jesú vatni í vín og mettaði 5.000 manns með nokkrum fiskum.  Komu vitringarnir þrír til Jesús færandi gjafir.

Að ver að ferma börn 14 ára gömul ætti ekki að eiga sér stað.  Barnið er ekki orðið nógu þroskað til að fara að huga alvarlega að trúmálum.  18 ár væri lámarksaldur til fermingar.  Það er deginum ljósara að ekki myndi eitt einasta barn fermast í dag af fúsum og frjálsum vilja ef ekki kæmu til gjafirnar.

Jakob Falur Kristinsson, 21.3.2009 kl. 13:15

12 Smámynd: Einar Axel Helgason

Ég setti út á hugtakið um boðskap biblíunnar – sem ég get einfaldlega ekki fundið að hafi raunverulegt inntak. Ég reikna með að kóraninn hafi ýmislegt fram að færa slæmt og gott, ég fullyrði ekki um það hvort boðskapur hans er auðlæs eða jafnillskilgreindur og boðskapur biblíunnar, þannig hef ég einfaldlega ekki kynnt mér kóraninn.

Það sem kóraninn og til dæmis rit á borð við hindúíska ljóðabálkinn Bhagavad Gita hafa hins vegar fram yfir Biblíuna er að þau eru samin ýmist af einni manneskju eða fáum og koma frá mjög afmörkuðu tímabili – og bjóða þannig mun fremur upp á möguleikann á heilsteyptum boðskap (reyndar má það sama segja um Mósebækurnar, þó það skáld hafi nú hent tækifærinu út um gluggann). Ég hef samt ekki kynnt mér ritin náið, svo ég fullyrði ekki um gildi þeirra.

Gagnrýnin á Biblíuna er til staðar þó ég hafi engan áhuga á að snúa kristnum til annarra trúarbragða.

Þú misskilur mig annars í því að ég sé að greina vandamál. Ég er ekki að greina vandamál – sem ég vildi þá sérstaklega leysa. Ég er að greina rökvillu. Á því tvennu er munur. Það er til dæmis ekki vandamál, sem hægt er að leysa, að tveir og tveir skuli ekki vera fimm. Ég er einfaldlega að segja að boðskapsgildi biblíunnar er ákaflega varasamt – og í besta falli takmarkað.

Þrátt fyrir það er ekki rétt að ég hafi ekki lagt til léttari hjáleið fyrir þá sem ekki vilja kasta trúnni. Ég lagði skýrt fram þá hugmynd mína að biblían gerði miklum mun heilsteyptara rit fyrir kristna menn, yrði gamla testamentinu einfaldlega hent í tætarann. Ég sé ekki að Jesús kallinn hafi sjálfur verið neitt sérlega hrifinn af því, lagði meira að segja til tvö boðorð til að koma ofar hinum tíu, samt finnst mér að flestir kristnir prestar haldi gömlu boðorðunum töluvert hærra á loft.

Einar Axel Helgason, 21.3.2009 kl. 14:03

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála þér í þessu.

Jakob Falur Kristinsson, 21.3.2009 kl. 15:17

14 Smámynd: Haukur Baukur

Ég virðist ennþá ekki skilja þig Einar, en það er væntanlega sökum þess að ég sé ekki eitthvað sem þú sérð. En ég sé grunnboðskap í trúarbrögðum á þessa leið.

 Andlegt er einfalt.  Kærleikur yfirvinnur allt annað.  Brestir og neikvæðar hugsanir og athafir eru aðeins skyndilausnir og færa þér hvorki hugarró né hamingju.

Og eins og áður var bent á og ég sammála. gjafir líkjast meira mútum og leiða ekki til þess að þessi boðskapur skili sér á einfaldan máta.

Haukur Baukur, 21.3.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband