Krónan

Mynd 484511 Gengi krónunnar hefur veikst um 0,25% það sem af er degi og stendur gengisvísitalan í 199,90 stigum. Gengi Bandaríkjadals er 113,48 krónur, pundið er 164,20 krónur, danska krónan er 20,7 krónur og evran 154,30 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.

Til hvers er verið að eyða stórfé í að halda á floti krónunni.  Þetta er handónýtur gjaldmiðill.


mbl.is Krónan veikist lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eiginlega skiptir það mann engu máli hvort hún sé að veikjast eða styrkjast. Þetta er enginn gjaldmiðill hvort eð er eins og þú bendir á.

Finnur Bárðarson, 20.3.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Krónan á eftir að styrkjast aftur, en ég hef meiri áhyggjur af erlendu myntunum !

Leiðtogar ESB samþykktu í gær að verja 75 þúsund milljónum Evra, € , til styrktar nauðstöddum ESB-löndum. Þessi fjárhæð dugir þó hvergi nærri til að bjarga öllu í vandræðunum þar á bæ. Þá var líka samþykkt að fjölga ekki frekar í bandalaginu með einni undantekningu þó, Króatía fær náðarsamlega inngöngu ?

Strákar, ég tel skynsamlegt að flýta sér hægt í Evru-ruglinu ?

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 21.3.2009 kl. 08:13

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Við skulum ekki hætta við að sækja um aðild, þótt tímabundnir erfiðleikar séu á ESB-svæðinu.

Jakob Falur Kristinsson, 21.3.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mig minnir, að Halldór KIljan Laxness hafi sagt einhvern tíma, að það væri dýrt að vera Íslendingur. Það eru orð að sönnu, en þrátt fyrir þá staðreynd erum við stolt af afrekum forfeðra okkar.

Við höfum gengið gegnum verri kreppu en núverandi kreppu með gömlu góðu krónuna í buddunni. Evran er engin töfralausn fyrir okkur fremur en fyrir Íra og Spánverja o.fl. þjóðir.

Það væri glapræði að ganga ESB á hönd útaf ekki merkilegri mynt en Evru, því að báturinn er farinn að rugga undir henni og því miður stefnir hann útá ólgusjó.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 22.3.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband