Aflaheimildir í sjálfheldu

Nú er svo komið að aflaheimildir á Íslandsmiðum og hafa verið úthlutað til útgerðarmanna er komin í sjálfheldu.  Það sem ég á við að fyrir um ári síðan var verð á óveiddu kílói af þorski verðlagt á krónur 4.000,- og leiguverð, krónur 250,- á kíló.  Bankarnir voru ósparir til að lána bæði fyrir kaupum og leigu miðað við þessi verð.  Handhafar veiðiheimildanna veðsettu þær í botn og var þá miðað við þessi verð.  Nú hefur þetta allt hrunið með bönkunum og í dag er ekkert viðmiðunarverð, þar sem enginn viðskipti hafa átt sér stað.  Nokkur viðskipti hafa þó verið á leigu markaðnum en þá hefur leiguverð á óveiddum þorski verið 160-170 krónur. á kíló.  Nú sitja margar útgerðir uppi með mikil lán vegna kvótakaupa en geta ekkert selt frá sér, því engin kaupandi er til staðar.  Ég hef frétt af einum viðskiptum og þar var kílóið af óveiddum seldur á krónur: 1.500,- og ég veit að boðið hefur verið í óveiddan þorsk krónur. 1.000,- fyrir kílóið.  En lánin sem voru tekin þegar verið var hæst liggja ógreidd í bönkunum og safna vanskilum.  Það kann svo að fara að stór hluti aflaheimilda í lögsögu Íslands verði komin í eigu bankanna og þar með ríkisins.  Útgerðin hefur vissulega orðið fyrir áföllum sem hafa gert henni ókleyft að greiða af þessum lánum, það kom upp sýking í síldinni, engin loðnuvertíð var og verð á erlendum mörkuðum lækkuðu og aukin birgðasöfnun varð hér heima, sem hefur lækkað verð á fiski til útgerðar.  Ég veit um skip sem selt var með öllum aflaheimildum milli staða hér á landi.  Söluverðið var tveir miljarðar, þessu skipi hefur gengið vel að fiska hjá hinum nýju eigendum og alltaf selt fiskin þar sem verð var hæðst á hverjum tíma.  Þ.e. á innlendum fiskmörkuðum og erlendum fiskmörkuðum.  Samt hefur heildaraflaverðmætið aldrei farið yfir 200 milljónir á ári.  Sem þýðir að allt aflaverðmæti skipsins dugar ekki fyrir vöxtum af þeim lánum sem tekin voru þegar skipið var selt.  Þá er eftir að greiða allan útgerðarkostnað, eins og laun, olíu, veiðarfæri, ofl.  Af þessu má sjá hvað þetta var orðið glórulaust á sínum tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband