Jóhanna Sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla hafi lítinn tilgang þegar þjóðin veit ekki hvað í boði er með aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í stefnuræðu hennar á landsfundi.

Þetta er alveg hárrétt hjá Jóhönnu að við vitum ekki hvað er í boði hjá ESB fyrr en við förum í aðildarviðræður.  Ef þjóðin á að kjós um hvort farið verður í aðildarviðræður eða ekki, þá veit enginn hvað í boði er.  Fyrst þarf að fara í aðildarviðræður og bera þann samning undir þjóðaratkvæði.


mbl.is Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Kjaftæði, ekkert nema kjaftæði. Allir samningar sem að ríki hafa gert við ESB eru samningar um tímabundnar undanþágur. Evrópusambandið er ekkert að fara að breytast fyrir okkur Íslandinga. Við þurfum engar aðildarviðræður til þess að komast að því. Það nægir að kynna sér sáttmálanna til þess að komast að því hvað ESB er og hvað það mun verða í framtíðinni. Þeir sem að segja að eitthvað stórkostlegt muni gerast þegar að við, hinir stórmerkilegu Íslendingar sækjum um, eru bara að sýna fram á að þeir hafa ekki kynnt sér málið. Og því miður á það við um meirihluta þjóðarinnar.

Ég skora á ykkur, kynnið ykkur sáttmálanna. Kynnið ykkur skýrslu Evrópunefndar sem að allir flokkar á þingi stóðu að og samþykktu. Segið þið svo að við þurfum að sækja um til þess að vita hvað ESB er og mun verða. Það er nefninlega löngu ákveðið og er ekkert að fara að breytast þó svo að við sækjum um. Ég endurtek orð mín, þessi orð ykkar eru hreint og klárt kjaftæði.

Jóhann Pétur Pétursson, 29.3.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Góði Jakob Vestfirðingur.

Það er fróðlegt að heyra ólík sjónarmið. Að mínu viti er engin þörf á að banka upp á Í Brussel til að vita hvað í boði er. Það liggur allt fyrir og er ekki glæsilegur matseðill fyrir íslenska hagsmuni. Um það er ég sammála Jóhanni Pétri. Við skulum spara okkur að fara í þann leiðangur.

Nú um stundir á Evrópusambandið fullt í fangið með að halda hópinn svo miklar eru andstæður milli aðildarríkjanna eftir að kreppan reið yfir. Lettar eru í gífurlegum vandræðum, einkum af því að þeirra gjaldmiðill er tengdur evru og við Írum blasir efnahagslegt hrun þrátt fyrir og kannski vegna evru sem gjaldmiðils. Það er því með ólíkindum að Samfylkingin skuli gera aðildarviðræður við ESB að aðalkosningamáli sínu og jafnvel vilja fórna samstarfi vinstri flokkanna í stjórn eftir kosningar vegna ákefðar í ESB-aðild.

Hjörleifur Guttormsson, 29.3.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið kynnt mér sáttmála ESB og tel að nauðsynlegt sé að fara í aðildarviðræður til að fá raunverulega niðurstöðu og ef samningar nást þá fara þeir að sjálfsögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er mikið gert úr því að við missum yfirráðin yfir fiskimiðunum og landbúnaðurinn fari í rúst.  Það er búið að hamra svo oft á þessum áróðri að fólk er farið að trúa þessu rugli. 

Við missum ekkert möguleika á að stunda einir þjóða fiskveiðar á Íslandsmiðum.  Það á engin önnur þjóð neinn sögulegan rétt til fiskveiða á Íslandsmiðum.  Hvað varðar landbúnaðinn þá nýtur hann mikilla styrkja hjá ESB og einnig er rekinn öflug byggðastefna, sem kæmi íslenskum landbúnaði til góða og öllum hinum dreifðu byggðum. Ég sé ekki mikinn mun hvort fiskveiðiheimildum er skipt á skip frá skrifstofu LÍÚ eða Brussel.

Jakob Falur Kristinsson, 30.3.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband