Framboðsfundur

Ég horfði á framboðsfundinn sem var sjónvarpað beint frá Ísafirði sl. mánudagskvöld.  Heldur fannst mér hann daufur þessi fundur.  Það var allt annar og skemmtilegri fundir þegar gömlu kempurnar voru að takast á fyrir vestan.  Þar á ég við Matthías Bjarnason, Steingrím Hermannsson, Karvel Pálmason og Sighvat Björgvinsson.  Það voru sko menn sem gátu talað og gert fundina skemmtilega og komu sínum sjónarmiðum vel til skila.  Reyndar voru Vestfirðir þá sérstakt kjördæmi, en nú er komið Norðvesturkjördæmi sem nær frá Akranesi og allt norður í Skagafjörð, sem er landfræðiega alltof stórt.  Ég er nær vissum að þeir sem voru á fundinum á Ísafirði eða horfðu á hann, hafa ekki gert upp hug sinn hvað þeir munu kjósa í næstu kosningum.  Þó var eitt sem skildi flokkana í tvo hópa.  Annarsvegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sem engu vildu breyta varðandi kvóta í sjávarútvegi og landbúnaði.  Í hinum hópnum voru flokkar sem vildu verulegar breytingar, en það voru Samfylkingin, VG, Frjálslyndi flokkurinn, Lýðræðishreyfingin og Borgarflokkurinn.  Þegar talsmaður Sjálfstæðisfokksins, Ásbjörn Óttarsson ræddi um að Sjálfstæðismenn ætluðu að láta verkin tala og ekki vera með neinn kjaftavaðal um hlutina.  Þá heyrðist kallað í salnum "Eins og þið gerið núna í þinginu?"  Við þetta var klappað mikið í salnum og Ásbjörn brosti breytt og taldi sig hafa fengið fundinn á sitt band.  En þá leiðrétti annar af stjórnendum þáttarins Ásbjörn og sagði "Það var ekki verið að klappa fyrir þér."   Brosið stirðnaði á andliti Ásbjörns og varð að hálfgerðri grettu. En út í salnum sat hnípin maður og horfði niður í gólfið og það var annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Einar K. Guðfinnsson.  Hafi Sjálfstæðisflokkurinn átt möguleika að fá tvo þingmenn kjörna í þessu kjördæmi þá tel ég að Ásbjörn hafi gert þær vonir að engu á þessum fundi.  Ég var talsvert hissa að Einar K. Guðfinnsson hafi ekki talað fyrir Sjálfstæðiflokkinn á þessum fundi, þar sem þetta er hans heimavöllur.  T.d. talaði Sigurjón Þórðarson fyrir Frjálslynda flokkinn þótt hann sé í öðru sæti þess lista.  Í síðustu kosningum fékk Sjálfstlðisflokkurinn þrjá þinmenn í þessu kjörfæmi, en þá verður að hafa í huga að þá var Einar Oddur Kristjánsson, sem nú er fallinn frá í þriðja sæti listans.  Einar Oddur átti mikið persónufylgi langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokks.  En núna sýna skoðanakannanir að flokkurinn á möguleika á tveimur þingsætum.  Kannski næst það með mikilli baráttu en möguleikarnir minkuðu verulega á þessum fundi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband