Góð tillaga

Kristinn H. Gunnarsson kom með athyglisverða tillögu á Alþingi fyrir nokkrum dögum, þessi tillaga er eins og Kristinn sagði ættuð frá Ólafi heitnum Þórðarsyni og Tómasi Árnasyni.  Hún gengur út á það að landinu verði skipt í fylki og hvert fylki hafi sína heimastjórn.  Síðan væru einmenningskjördæmi í hverju fylki við kosningar á Alþingi.  Hvað varðar jöfnun atkvæða þá benti Kristinn á að slíkt næðist aldrei að fullu og nefndi Sameinuðu Þjóðirnar í því sambandi.  En þar hefur hver þjóð eitt atkvæði hvort sem hún er lítil eða stór og Kína hefur sama atkvæðavægi og Ísland, þótt mikill munur sé á íbúafjölda.  Ef landinu yrði skipt niður í svona fylki með heimastjórn þá hefði hvert fylki ákvörðunarrétt í sínum málum, eigin fiskveiðilögsögu, eigið vegakerfi ofl.  Þetta myndi hafa þau áhrif að allt landið byggðist jafnt upp og fólksflótti af landsbyggðinni hætti snerist kannski við.  Það yrði engin hætta á að Ísland yrði borgríki eins og nú stefnir í.  Með þessu fengi landsbyggðin gífurleg tækifæri til að laða fólk þar til búsetu þar sem hvert fylki réði alfarið yfir sínum náttúru auðlindum, eins og fiskimiðum, jarðhita, fallvötnum og það nýjasta olíulindum, sem munu finnast innan fárra ára.

Ég tel að þetta eigi að skoða vandlega þegar við förum að byggja Ísland upp á nýjan leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skiptir það engu máli að við erum nú bara 300 000 en ekki 300 000 000 ?

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hmmm... já. Þetta mætti gera við ýmis lönd útum allan heim...

Til að byrja með stóra bróður í austri og í vestri, svo mætti skipta evrópu aftur upp og hætta þessu fjórðaríkisbulli.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.4.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt við séum aðeins 300 þúsund þá hindrar það ekkert að svona tillaga nái fram að ganga.

Jakob Falur Kristinsson, 8.4.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband