Nýtt í stjórnmálum

Undanfarna daga hafa verið auglýsingar bæði á RÚV og Stöð2 um ákveðið þingmál.  Er þar verið að vitna í þá aðila sem gáfu neikvæða umsókn um stjórnlagafrumvarpið, sem Sjálfstæðisflokkurinn er á móti.  Í öll þau ár sem ég hef fylgst með stjórnmálum, man ég ekki eftir svona auglýsingum.  Það virðist ekki vera nóg að allir þingmenn Sjálfstæðisflokks 26 að tölu raði sér á mælendaskrá þegar þetta mál er tekið fyrir og haldi langar ræður, lesi upp úr bókum, skýrslum og jafnvel syngi í ræðustól til að hindra að þetta frumvarp fái eðlilega afgreiðslu í þinginu.  Sjálfstæðismenn berja sér á brjóst og segja; "Við ætlum að standa vörð um stjórnarskrá Íslands."  En er það virkilega tilgangurinn?  Nei því miður er það ekki svo gott.  Það sem þeir eru að standa vörð um er að sett verði í stjórnarskránna að auðlindir þessa lands séu ein íslensku þjóðarinnar.  Þeir telja að handhafar veiðiheimildar á Íslandsmiðum séu búnir að skapa sér eignarétt með hefð.  Þannig að allur óveiddur fiskur á Íslandsmiðum sé eign nokkurra manna.  Ég skrifaði grein í Morgunblaðið vegna þessa máls og reyndi að vekja athygli á þessari vitleysu, greinin birtist í blaðinu í gær 9. apríl og vonandi fæ ég einhver viðbrögð við henni.   Sjálfstæðismenn telja að nýtingaréttur skapi eignarétt vegna hefðar og þess vegna eigi ekki að binda þetta í stjórnarskrá Íslands.  Hvað verður þá með hinar auðlindirnar eins og jarðhita, vatn ofl.  Vegna þessara vitleysu í Sjálfstæðismönnum mun þing koma saman aftur eftir páska og sennilega standa fram á kjördag, en þá verður nýtt þing kosið.

Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki eiga mikla peninga þegar kemur að endurgreiðslu þeirra styrkja sem hann ætlaði sér, vekur það forvitni mína hver borgar þessar auglýsingar.  En flestiir vita að svona sjónvarpsauglýsingar á tveimur sjónvarpstöðvum kvöld eftir kvöld hljóta að kosta nokkur hundruð þúsund ef ekki milljónir.  Kannski greiðir LÍÚ þetta eða Jón Ásgeir?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ert þú í vafa um það Sigurbjörg?  Auðvitað í Sjálfstæðisflokknum.

Jakob Falur Kristinsson, 11.4.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband