Vita ekkert

Illugi Gunnarsson Illugi Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag, að hann hafi ekki vitað um háa fjárstyrki til flokksins árið 2006. Illugi sat á þeim tíma í einkavæðingarnefnd.

Hann sagði einnig að sér þættu bæði þær upphæðir sem um væri að ræða og tímasetning styrkveitinganna óeðlileg.

Fram hefur komið að Glitnir banki hafi sent einkavæðingarnefnd bréf þar sem lýst var áhuga á að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Bréfið var tekið fyrir í einkavæðingarnefnd 20. desember 2006. Níu dögum síðar styrkti FL Group, sem þá var kjölfestufjárfestir í Glitni, Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir króna.

Auðvitað veit Illugi frekar en aðrir í þessum flokki neitt um málið og ef hann hefur vitað eitthvað.  Þá er hann örugglega búin að gleyma því.

Halda þingmenn Sjálfstæðisflokks

að kjósendur séu fábjánar.


mbl.is Illugi: Vissi ekki um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Jakob.

Þessir gaurar gætu hæglega orðið heimsmeistarar í lygi já og færu létt með það.

Kveðja / Jenni

Jens Sigurjónsson, 10.4.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það kunna þeir best allra.

Jakob Falur Kristinsson, 10.4.2009 kl. 14:38

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Kjósendur hafa enn möguleika á að raða á lista flokkanna, það er ekki öll von úti enn:

Hvernig á að kjósa í komandi kosningum?

Var að stofna áhugamannahóp á Facebook um málefnið:

http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394&ref=nf

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.4.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er mjög góð hugmynd Kjartan og vonandi taka sem flestir þátt í þessu.  Gallinn er bara sá að Sjálfstæðismenn kjósa alltaf Sjálfstæðisflokkinn, sama hver er í framboði.  Ég gæti trúa að þótt api væri settur í efsta sæti á einhverjum lista þeirra, þá næði hann kjöri á Alþingi.  Þetta eru eins og heilög trúarbrögð hjá þessu XD-fólki.

Jakob Falur Kristinsson, 11.4.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband