Mannréttindi

 Noordin Alazawi styttir sér stundir með því að semja...Noordin Alazawi, 19 ára Íraki, ætlaði aldrei að koma til Íslands en var stöðvaður á leið sinni til Kanada. Síðan eru liðnir sjö mánuðir. Hann hefst við í kytru í Reykjanesbæ og bíður þess sem verða vill.

Þennan mann vildi útlendingaeftirlitið senda til baka til Grikklands, þótt vitað væri að þaðan yrði hann sendur til Íraks og drepinn.  Sem betur fer stöðvaði dómsmálaráðherra málið áður en hann fór úr landi.  Nú eiga íslensk stjórnvöld að taka sig til og veita öllum þeim sem bíða í húsnæði Rauða-krossins í Reykjanesbæ, dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi.  Þar sem fyrri ríkisstjórn hunsaði algerlega álit Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um brot á tveimur sjómönnum, getum við bætt fyrir það brot að hluta með slíkri aðgerð.  Við gætum auðveldlega flokkað úr og sent úr landi þá sem eru glæpamenn í sínu föðurlandi, en blásaklausu fólki eigum við að hjálpa.

Það er íslenskri þjóð til skammar að hér skuli vera hópur fólks sem ekkert fær að vita um sína framtíð.  Ég ek oft framhjá þessum flóttamannabúðum í Reykjanesbæ og fæ í mig hroll við tilhugsunina um hvernig þessu fólki muni líða sem þar dvelur.  Ég er alveg sannfærður um að íslenska þjóðin vill ekki þetta ástand og að svona sé farið með saklaust fólk.


mbl.is Mannréttindi innantómt tal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!

Hér má finna skemmtilegt lag sem Nour samdi og syngur ásamt íslenskum rappara!  Fyrsta íslenska/arabíska lagið:

http://www.zshare.net/audio/58181837f702ed9b/ 

Bryndís 11.4.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

J hann mun vera góður lagasmiður, sem segir okkur það að maðurinn hefur ákveðna hæfileika, sem gætu nýst okkur íslendingum og þess vegna eigum við að veita honum bæði dvalar- og atvinnuleyfi á íslandi.  Við ættum líka að bjóða og aðstoða fjölskyldu hans að koma til Íslands.

Jakob Falur Kristinsson, 11.4.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband