Álver

Auðvitað á að byggja þetta álver og skapa með því nokkur hundruð störf til framtíðar.  Þeir sem eru á móti að álver verði reist í Helguvík eru að halda því hátt á lofti að verð á áli sé að lækka mikið á heimsmarkaði.  Það er alveg rétt að verðið hefur lækkað mikið undanfarna mánuði en það kemur okkur hreinlega ekkert við.  Það er ekki íslenska ríkið sem ætlar að byggja og reka þetta álver.  Heldur er það erlent stórfyrirtæki og ef þeir vilja byggja álverið og reka síðan með tapi, þá er það þeirra mál.  Þeir eru að tapa eigin peningum en ekki okkar.
mbl.is Meirihluti vill álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið gerið ykkur grein fyrir því að raforkuverð til álvera er háð heimsmarkaðsverði, svo það kemur okkur svo sannarlega við! 

Elva Guðmundsdóttir 11.4.2009 kl. 13:22

2 identicon

Eruð þið í alvöru tilbúin að fórna öllu þessu landsvæði á Reykjanesi sem og virkjanasvæðinu fyrir eitthvað álver sem fer svo kannski bráðum á hausinn? Og hvað þá? Ég skil ekki að þér sem Sandgerðingi þyki ekki vænna um Reykjanesið en svo. Fyrir utan sjónmengunina af þessum skelfilegu byggingum. Hafið þið keyrt Reykjanesbrautina fram hjá Straumsvík? Ég man þegar ég var krakki og við fórum í kræklingatínslu í Straumsvík, svo nokkrum árum seinna var kræklingurinn horfinn. Við komumst að því að það hafði aldrei verið öruggt að tína kræklinginn, svo mikil var mengunin.

Og hvert er menntunarstig Reyknesinga? Er það mun minna en Reykvíkinga? Því ég get sagt þér það að menntunarstig starfsmanna í álverum er ekki hátt. Og þó eru flestir á Íslandi með háskólapróf. Háskólamenntað fólk vinnur ekki í álverum, nema sem stjórnendur sem koma ekki nálægt álbræðslu og verkavinnu, sem eru yfirgnæfandi meirihlui þessar 300 starfa sem allan vanda eiga að leysa. Og þó svo að Reyknesingar vinni þar þegar svona árar, hvað með þegar kreppan leysist? Þá förum við aftur að flytja inn erlenda starfsmenn til að fylla upp í götin og við erum komin í sömu bóluna aftur. Og hvað verður svo um bóluna? Hún springur. Og aftur kreppa. Nei takk fyrir mitt leyti.

Kári Emil Helgason 11.4.2009 kl. 15:23

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég veit alveg að verð á raforku er tengt heimsmarkaðsverðs á áli, sem hefur bæði verið að hækka og lækka undanfarna mánuði, svo það kann nú að jafnast út yfir lengra tímabil. 

Hvers konar kjaftæði er þetta um menntunarstig og að háskólamenntað fólk vinni ekki í álverum.  Það vinnur kannski ekki verkamannastörfin, að byggingu eins álvers koma margir háskólamenntaðir menn, verkfræðingar, tæknifræðingar ofl.  Í þeim álverum sem eru starfandi á Íslandi í dag eru stjórnendur flestir háskólamenntaðir.  Ég ek oft framhjá álverinu í Straumsvík og hef hreinlega ekki orðið var við neina sjónmengun.  Þar er allt mjög snyrtilegt og hreint.  Háskólamenntað fólk hefði bara gott af því að vinna verkamannastörf nú í öllu atvinnuleysinu.  Ef kreppan leysist fljótlega þá er ekki víst að það þurfi að flytja inn erlent vinnuafl.  Reynsla okkar af álverum sem nú starfa á Íslandi er sú að starfsmannavelta er mjög lítil, því þessi störf eru vel borguð og margt fólk á að baki langan starfsferil í álverinu í Straumsvík svo dæmi sé tekið.  Það sem Ísland þarf mest á að halda núna eru tekjur og til að skapa tekjur þarf að fórna einhverju. Bara það eitt að veiða og vinna fisk krefst ákveðinna fórna frá náttúrunni.  Það sama má segja um vegalagningu og gerð jarðganga.  Stöðnun er það versta sem getur komið fyrir í okkar þjóðfélagi eins og staðan er í dag.

Jakob Falur Kristinsson, 11.4.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband