Umferðarslys

LögreglanUmferðarslys varð á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar á þriðja tímanum í nótt. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og klessti á ljósastaur. Kalla þurfti til slökkvilið til að aftengja rafmagnið í staurnum og klippa farþegana út. Þeir hlutu minniháttar meiðsl.

Hvernig getur staðið á því að ökumaður missi stjórn á bíl sínum við mjög góðar aðstæður.  Engin hálka, lítil umferð en ölvaður ökumaður.


mbl.is Umferðarslys og fíkniefnaakstrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Óhappið er ekki brennivíninu að kenna ekki dópinu ekki bílnum ekki bílstjóranum heldur að kenna, það er helvítis ljósastaurnum að kenna, hann átti ekkert að vera þarna. Legg til að málið verði sent umferðarnefnd Reykjavíkurborgar til athugunar og staðsettning ljósastaursins endurskoðuð.

Sverrir Einarsson, 12.4.2009 kl. 10:56

2 identicon

það getur verið margt annað en dóp og áfengi sem getur truflað akstur.ég þekki hann persæonulega og það er stutt síðan að hann fékk bílpróf og þar af leiðandi með litla reynslu,það er nóg að vera að skipta um geisladisk og svo hefur hann kippt í stýrið þegar hann hefur verið komin alveg út í kannt. strákanir eru bara mjög heppnir að það fór ekki verra.

helena 12.4.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það verður að færa þennan andskotans ljósastaur sem er greinilega á kolvitlausum stað.

Jakob Falur Kristinsson, 12.4.2009 kl. 11:22

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég biðst forláts, það er ekkert í þessarri frétt sem segir að ökumaður hafi ekki verið í lagi, sorry. Það var í niðurlagi fréttarinnar sem talað var um dóp og áfengi, ekki í þessarri frétt.

Já Jakob þeir eru margir "rangt" staðsettir staurarnir, bæði með og án ljóss.

Sverrir Einarsson, 12.4.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já það er rétt að í fréttinni er verið að ræða um áfengi og dóp í allt öðrum landshluta.

Jakob Falur Kristinsson, 12.4.2009 kl. 12:35

6 identicon

Helena, ökumaður á ekki að ,,skipta um geisladisk" (tilvitnun) þegar hann er að keyra. Sérstaklega ekki þegar viðkomandi hefur ekki REYNSLU af akstri.

Vegfarandi 12.4.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband