Áfrýjun

Búist er við að móðir 8 ára stúlku í Saudi-Arabíu áfrýi nýföllnum dómi sem kveður á um að dóttirin megi ekki skilja við 47 ára eiginmann sinn.

Hverskonar rugl er hér í gangi, 8 ára gömul stúlkubarn látið giftast 47 ára karlmanni.  Þótt hann hafi lofað að hafa ekki kynmök við barnið fyrr en hún verður kynþroska þá mun engin fylgjast með því.  Hvernig er samviska föður barnsins sem gaf manninum stúlkuna til að greiða skuld?  Ef þetta er hin rétta trú múslíma þá gef ég lítið fyrir hana.


mbl.is Berst fyrir skilnaði 8 ára dóttur sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þetta er óhugalegt,að svona skuli líðast á 21 öldinni,bæði eru foreldarnir sekir og sá sem þiggur barnið,það er forkastalegt að það sé trúin þeirra sem leyfir barna-hjónabönd,???ef þetta sé réttur skilningur hjá mér,?? nei Jakob ég er sammála þér,það er einkvað brenglað þar í gangi,og það er rétt hjá þér,ef þetta er rétt,þá segir en bar burt með trú múslím.(ég þekki ekki þessa trú,vonandi er þetta misskilningur hjá mér,að þetta sé svona??)

Jóhannes Guðnason, 12.4.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég þekki ekki til íslamstrúar og vonandi er svona atvik ekki bundin við trúna.  En þetta er alveg skelfilegt með þetta litla stúlkubarn.

Jakob Falur Kristinsson, 12.4.2009 kl. 11:19

3 identicon

Hvað er að dómaranum? Honum finnst eðlilegt að stúlkan sé föst í hjónabandi, þrátt fyrir að vera sjálf ekki nógu gömul til að sækja um skilnað. Mér er slétt sama hvort að móðirin sé forráðamaður eða ekki (sem hún er ekki vegna þess að það er ekki hefð fyrir því þarna), þetta hlýtur að vera spurning um mannréttindi stúlkunnar.

Af hverju gera t.d. sameinuðu þjóðirnar ekkert í þessu?

Hólmfríður 12.4.2009 kl. 11:52

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er augljóst mannréttindabrot.

Jakob Falur Kristinsson, 12.4.2009 kl. 12:31

5 identicon

Held þetta sé ekki flóknara en það að mamman er réttindalaus vegna þess að hún er "bara" kona. Litla stelpan er "söluvarningur" vegna þess að hún er "bara" stelpa. Þær er "bara" af því kyni sem hefur varla tilverurétt í þessum heimshluta.

Þórhildur 12.4.2009 kl. 13:07

6 identicon

Ég var nú einu sinni að vinna niður í Saudi Arabíu í sex mánuði árið 1993 og kynntist þá þeirra trúarbrögðum. Það var nóg fyrir mig og ekki langað þangað aftur vegna þess hversu miklir hræsnarar þeir geta verið og túlkað sína eigin trú á þann veg sem þeim hentar. Það er reyndar alveg merkilegt að  öll múslimafélög á norðurlöndum skuli aldrei gefa frá sér hósta eða stunu þegar svona kemur uppá heldur steinþegja. En þegar eitthvað er talað um múslimatrú hversu öfgafull hún getur verið, þá rísa þeir uppá afturlappirnar og hvarta og kveina hástöfum hvað við séum miklir rasistar og skiljum ekki hvað þeirra trú gengur útá. Eitt er víst, að aldrei hef ég heyrt í félagi íslenskra múslima gefa frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma sína trúarbræður í austri með sín rán og ofbeldi, haushöggvanir og armaslit sem ennþá eru tíðkuð á hverjum föstudegi í Saudi Arabíu án þess að nokkur amist við því . Ef þeir eru svona ánægðir með sína trú, af hverju iðka þeir hana þá bara ekki þar sem hún er í hávegum höfð.? Hafið góða helgi.

Sigurður Kristján 12.4.2009 kl. 13:15

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú segir nokkuð Sigurður, að þetta er alveg stórmerkilegt með múslíma á Norðurlöndum og jafnvel Íslandi líka.  Þeir virðast ekki hafa neina skoðun í þessu máli.

Jakob Falur Kristinsson, 13.4.2009 kl. 09:10

8 identicon

Hvaða hneikslun er þetta eiginlega, Spámaðurinn Múhameð gifitist 6 ára gömlu stúlkubarni, og hans fordæmi gerir þetta allt löglegt og gott og blessað.

P.S. Það eru rétt að  ekki eru allir Muslimar fólksníðingar ( mín þýðing á 'terroristar'), en hinsvegar er það líka staðreynd að í dag eru næstum allir virkir fólksníðingar múslimar.  

 Bjössi

Bjössi 15.4.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband