Heiður Sjálfstæðisflokksins

Björn Bjarnason. Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að heiður Sjálfstæðisflokksins verði ekki metinn til fjár og sé því meira virði en 55 milljónirnar, sem verði endurgreiddar. Hann sé einnig meira virði en greiðasemi við þá, sem telji sér sæma að misnota nafn og virðingu flokksins til ósæmilegrar fjáröflunar eða í öðrum tilgangi.

Hvernig er það með þessa blessaða menn í þessum flokki er alveg útilokað að þeir geti talað í takt við sannleikann.  Þegar einn þeirra opnar munninn til að segja frá hvernig á að losa flokkinn úr þessu vandræðamáli.  Þá er einhver annar búinn að segja eitthvað sem gengur þvert á álit hins fyrrnefnda.  Dæmi;

1.   Þegar upp komst um þessa miklu styrki frá FL-Group og Landsbanka, sagðist Geir H. Haarde bera einn ábyrgð á því að hafa beðið um styrkina og veitt þeim viðtöku.

2.   Bjarni Benediktsson segir í viðtali að styrkirnir verði endurgreiddir og segir einnig að það geti ekki verið að Geir H. Haarde hafi verið einn að verki.

3.   Andri Óttarsson framkvæmdastjóri flokksins og Kjartan Gunnarsson fv. framkvæmdastjóri flokksins segja að þeir hafi ekki hugmynd um hverjir báðu um þessa styrki og hafi ekkert af þeim vitað fyrr en fjölmiðlar fóru að fjalla um þá.

4.   Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekkert vita um þessa styrki annað en fram hafi komið í fjölmiðlum.

5.   Guðlaugur Þór Þórðarson, viðurkennir að hann hafi beðið tvo flokksfélaga að aðstoða við fjáröflun fyrir flokkinn og styrkurinn frá FL-Group sé í raun frá mörgum aðilum en FL-Group hafi séð um að skila peningunum.

6.   Bjarni Benediktsson segir í viðtali að fjárhagsstaða flokksins vera slæma og erfitt geti verið að skila styrkjunum.  Hann segir einnig að hann telji að bæði Andri og Óttar hafi vitað af þessum styrkjum.

7.   Kjartan Gunnarsson segist standa við sín fyrri ummæli og ætli ekki að ræða þetta frekar.

8.   FL-Group tilkynnir að þessi styrkur sé ekki frá nokkrum aðilum heldur eingöngu frá FL-Group.

9.   Kjartan Gunnarsson segist vita hvað menn það voru sem báðu um þessa styrki og veittu þeim viðtöku og skorar á þá að gefa sig fram og upplýsa málið.

10.  Upplýst er að Guðlaugur Þór hafi beðið Þorstein Jónsson í Vífilfelli og forstöðumann verbréfasviðs Landsbanka Íslands um að safa fé fyrir flokkinn.  En hve miklu þeir söfnuðu og hvar veit hann ekki.

11.  Upplýst er að Þorsteinn Jónsson fv. varformaður stjórnar FL-Group fékk styrkinn frá FL-Group og að hinn aðilinn hafi fengið styrkinn frá Landsbankanum.

Hverju á maður svo að trúa í öllu þessu misvísandi kjaftæði.  Nú segir Björn Bjarnason að heiður Sjálfstæðisflokksins sé miklu meira virði en þessar 55 milljónir, sem verði endurgreiddir.  Einnig segir Björn að hann harmi að menn skuli misnota nafn flokksins  til ósæmilegrar fjáröflunar.  Auðvitað harmar Björn Bjarnason þessa atburðarás, sem hefur dregið flokkinn niður á lægsta svað í stjórnmálum, hann veit vel að flokkurinn muni gjalda fyrir þetta í næstu kosningum.  Það breytir engu hvort peningunum verði skilað eða ekki.  Skaðinn er skeður og langan tíma mun taka að fá fólk til að hafa trú á þessum flokki.  Flokkurinn er sjálfur búinn að dæma sig til eyðimerkurgöngu í stjórnarandstöðu næstu áratugi.  Þetta er þvílík spilling að heiðarlegt fólk vill ekki koma nálægt þessum flokki.  Það má segja að þetta jaðri við mútur og heiður Sjálfstæðisflokksins lagður að veði.


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að taka málið saman eins og þú gerir hér að ofan, það veitir yfirsýn og smá skilning þrátt fyrir þversagnakenndar fullyrðingar þessara sjálfsstæðismanna.

Fróðlegt verður að sjá hvort fylgi sjálfsstæðismanna getur dalað meira. Mögulega erum við nú þegar komin í lágmark þeirra á landsvísu, 25% af ofsatrúarmönnum sem hafa flækt sjálfsmynd sína í verðlausu nafni flokssins.

Gunnar Geir 13.4.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það verða bara ofsatrúarmenn sem munu kjósa flokkinn núna.  Ég er viss um að þótt forusta flokksins setti apa í efsta sæti í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.  Þá færu þeir inn á þing.

Jakob Falur Kristinsson, 14.4.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband