Lækkun launa

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Kjaraskerðing hjá opinberum starfsmönnum er þegar hafin, að sögn Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. Hún sagði að orð Katrínar Jakobsdóttur, oddvita VG í Reykjavík norður, um að fremur eigi að lækka laun opinberra starfsmanna en að fækka störfum, hitti BHM illa fyrir.

Er ekki skárra að hafa vinnu þótt launin lækki eitthvað en verða atvinnulaus.  Ég fæ ekki skilið hvað þetta hittir BHM verr en aðra.


mbl.is Kjaraskerðing þegar hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragnar Reykás... það þarf nú ekkert að þurfa að lækka laun ef menn eru bara með metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu ... ekki eitthvað styrkjakerfi fyrir þá sem nenna ekki að vinna!  Ísland er fyrir vinnandi fólk!

VG ætlar sér að sigla í gegnum þetta með því að láta þá sem vinna borga!

Freyr 15.4.2009 kl. 15:34

2 identicon

Opinberir starfsmenn hafa alltaf verið á lúsarlaunum. Auðvitað hittir þetta þá illa fyrir. Eins og aðra. Ekki minnka skuldirnar hjá þeim frekar en öðrum.

Rósa 15.4.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Ég skyldi það svo að það ætti að lækka launin á sambærilegan hátt og annarstaðar hefur verið gert í samfélaginu, það er fólk sem er með yfir 300þús á mánuði eða eitthvað um það. En já auðvitað miklu betra að reka bara fólkið og setja það á bætur.

Það er neyðarástand í landinu, hvenær ætlar fólk að átta sig á því? Þó það nú væri að láta þá borga sem það geta, það er ekki lífstíðardómur, það er hægt að leiðrétta þetta aftur þegar við hættum að vera á barmi gjaldþrots! Því fólki sem ekki sættir sig við það verður ekki saknað þó það flytji úr landi og haldi sig þar.

Björn Halldór Björnsson, 15.4.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: corvus corax

Ég skal kyngja einhverri kjaraskerðingu út af þjófnaði glæpahyskisins í skjóli sjálfstæðisflokksins gegnum tíðina. En ég skal líka taka þátt í að lumbra á þessu helvítis auðmannaglæpahyski og jafna villurnar þeirra við jörðu ef með þarf. Þessir svíðingar eiga örugglega eftir að gjalda glæpanna og stjórnmálaspillingarhyskið í sjálfstæðisflokknum líka. Ætlar einhver að kjósa mútufíflið í sjálfstæðismafíunni, Guðlaug Þór?

corvus corax, 15.4.2009 kl. 16:13

5 Smámynd: Sigurður Geirsson

corvux! stórmannleg orð og digurbarkleg. Það er alltaf gott að vita að menn séu tilbúnir að vera stórorðir undir dulnefni.

Ef ég félli í þína gryfju þá myndi ég hafa einhverjar svívirðingar og blótsyrði um það hvernig þú svívirðir almennt réttarríki og aðhyllist kenningar anarkisma, sem sannast hefur hvað best í Sómalíu að leiða til þess eins að öll stjórnun verður í höndunum á glæpaklíkum. Já ég gæti líka sennilega fundið þér einhver flott gælunöfn til að skreyta málfarið. En ég ætla að láta það ógert, í trausti þess að þeir sem ábyrgð beri (sannanlega, ekki bara út frá áliti og pólitískum óskhætti) beri þá ábyrgð (sem sumir voru mikluðu mjög þegar þeir réttlættu himinhá laun sín).

Við erum nefnilega þó nokkuð margir sjálfstæðismennirnir sem ekkert komu að þessum málum og erum jafn rasandi og allir aðrir yfir því að þjóðin skuli nú vera komin í þessa stöðu. Í því sambandi skiptir það okkur ekki máli í hvaða stjórnmálaflokki viðkomandi aðilar eru eða eru ekki, þeirra var ábyrgðin og þá ábyrgð eiga þeir að bera.

Sigurður Geirsson, 15.4.2009 kl. 16:35

6 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Við skulum nú öll hafa það í huga að samkvæmt stefnu sjálfstæðisflokksins er þetta ekki rétt leið. Hjá sjálfstæðismönnum er það bara þeir heppnu* fá mest og þeir óheppnu geta bara étið skít.

*skilgreining á heppni: Sá sem fæðist inn í rétta klíku.

Þeir vilja auðvitað bara halda völdum, þeir muni sjá um sína og passa að redda sínum vinnu, það eru þar af leiðandi óvinir þeirra og andstæðingar sem munu verða atvinnulausir og fara illa út úr kreppunni. Eðlilega vill þetta fólk atvinnuleysi frekar en að þurfa að taka á sig byrðar til jafns við aðra.

Sem sagt, lausnin á kreppunni í huga sjálfstæðisfólks: troðum hyskið sem er ekki í klíkunni okkar niður í svaðið frekar en að borga krónu af okkar háu launum. Ég vildi bara að einhver sjálfstæðisframbjóðandi væri nógu hreinskilinn til að segja þetta sjálfur ;)

Sóley Björk Stefánsdóttir, 15.4.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband