Stjórn Fiskveiða

Þann 17. apríl skrifuðu þrír bæjarstjórar grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni "Vinstri flokkarnir lofa að reka sjávarútveginn í gjaldþrot."  Þar sem þessir bæjarstjórar eru að ég held allir sjálfstæðismenn, verður að lesa greinina með hliðsjón af því. Þetta eru bæjarstjórar í Ísafjarðarbæ, Vestmannaeyjum og Snæfellsbæ.   Ég hef ekki í langan tíma séð á prenti jafn mikið af ósönnum fullyrðingum,lygi og kjaftæði.  Þessir menn snúa öllu á hvolf og virðast tilbúnir að fórna sínu mannorði í þágu Sjálfstæðisflokkinn og taka hagsmuni þeirra bæjarfélaga sem þeir stjórna fram yfir hagsmuni Sjálfstæðisflokks.  Í þessari grein stendur varla steinn yfir steini hvað varðar sannleikann.  Þeir segja í grein sinni að íbúar þessara bæja, sem eru 5% þjóðarinnar, en hafi með elju,útsjónarsemi og óþrjótandi trú á sjávarútveginn, tekist að kaupa og EIGNAST um 30% af aflaheimildum Íslendinga.  Nú ætli bæði Samfylkingin og VG að innkalla þessar aflaheimildir á 20 árum eða 5% á ári og gera þannig upptæka þessa EIGN, sem útgerðir í þessum bæjum hafi lagt svo mikið á sig að eignast.  Í lögum um stjórn fiskveiða stendur að allar aflaheimildir við Ísland séu eign íslensku þjóðarinnar.  Þess vegna getur enginn eignast þessar aflaheimildir og hafi einhver verið svo vitlaus að greiða einhverjum stórfé fyrir aflaheimildir, sem seljandi átti ekki í raun þá er það einfaldlega skaði viðkomandi kaupanda.  Þær tillögur sem áðurnefndir flokkar hafa sett fram eru vissulega að innkalla allar aflaheimildir á 20 árum.  En það er hvergi nefnt að ekki eigi að nýta þessar aflaheimildir.  Heldur ætlar löglegur eigandi þeirra að leigja þær út gegn hóflegu gjaldi sem renni í sjóð sem verði stofnaður og mun heita Auðlindasjóður.  Sá sjóður á síðan að nýta til að greiða niður hinar miklu skuldir sjávarútvegsins, sem munu vera á bilinu 500-600 milljarðar.  Þessar skuldir er sjávarútveginum ómögulegt að greiða miðað við núverandi tekjur og hafa þeir t.d. farið fram á við ríkið að miðað verði við gengi krónunnar fyrir hið mikla efnahagshrun, þegar skuldirnar verða greiddar.  Þessar miklu skuldir sjávarútvegsins eru ekki nema að litlu leyti tilkomnar vegna kaupa á aflaheimildum.  Stór hluti þeirra er vegna þess að mörg sjávarútvegsfyrirtæki tóku mikil lán og notuðu aflaheimildirnar sem veð fyrir þeim lánum, sem síðan voru notuð til að braska með í hlutabréfakaupum í fyrirtækjum sem ekkert eru skyld sjávarútveginum.  Öll þessi hlutabréf eru í dag verðlaus og veðin í sumum tilfellum eign erlendra banka.  Mér er kunnugt að í sumum útgerðarfyrirtækjum ræðist hluthafar ekki lengur við nema í gegnum lögfræðinga.  Hvað varðar innköllun á veiðiheimildum og nýtingu þeirra þá er gert ráð fyrir að núverandi handhafar veiðiheimilda fái í sinn hlut 1/3 og 1/3 fari til þeirra byggðalaga sem hafa orðið illa úti vegna þessa kerfis og síðan verði 1/3 boðin upp á frjálsum markaði.  Við uppboð á markaði nýtur núverandi útgerðir ákveðins forskots, þar sem þær eiga skip í rekstri og hafa sjómenn til að veiða fiskinn.  En þetta opnar líka möguleika fyrir nýja aðila að komast inn í þessa atvinnugrein.  En nýliðun er nauðsynleg öllum atvinnugreinum og þeir sem áhuga hafa á að stunda útgerð eiga að fá til þess tækifæri.  En í dag verður nýliðun í þessari grein aðeins í gegnum erfðir.  Það sem þessir blessaðir bæjarstjórar kalla þessa fyrningarleið er EIGNAUPPTAKA, en hvernig getur það verið eignarupptaka að ríkið innkalli það sem þjóðin á nú þegar.  Ég vil að lokum benda þessum bæjarstjórum á, að næst þegar þeir fara að tjá sig um sjávarútvegsmál, þá geri þeir það á vitrænum grunni en ekki með því að hrópa bara úlfur,úlfur, sem enginn tekur mark á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband