Innrás

Húsgögn, tölvubúnaður og málverk urðu fyrir slettunum. Svanhildur Sigurðardóttir kosningastjóri var ein á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins við Ármúla þegar fjögur grímuklædd ungmenni réðust inn og skvettu jógúrt sem mest þau máttu fyrr í dag. „Ég setti hendur upp í loft og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. Tjónið nemi mörg hundruð þúsund kr.

Eitthvað hefur þetta fólk verið óánægt með Sjálfstæðisflokkinn og hans gerðir.  En þetta er ekki rétta leiðin tiul að lýsa óánægju sinni.  Heldur á að gera það í kjörklefanum þann 25. apríl. 

Deilumál verða aldrei leyst með jókúrt, þótt góð sé.


mbl.is „Þetta var bara innrás“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann

Hvernig getur jógurt valdið hundruða þúsunda króna tjóni?

Af hverju að ýkja þetta svona.

Hermann, 20.4.2009 kl. 15:46

2 identicon

Hvað kostar einn tölva, svo ég nefni dæmi. Eða vart þú kannski þarna Hermann?

Pétur Ásbjörnsson 20.4.2009 kl. 15:51

3 identicon

Sæll Jakop. Þetta sama gerðist á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði kl. 11.00 í morgun. Þar var Kosningastjóri Samfylkingarinnar ein á vakt þegar inn ruddust ungmenni með barmmerki frá VG inn og skvettu upp um alla veggi, en vegfarandi stöðvaði þau þegar þau ætluðu að skvetta fiskislori inn. Þetta er ekki óánægja þetta eru baráttuaðferðir vinstri grænna. Þeir skemmdu Þinghúsið á sínum tíma og viðgerðakostnaðurinn er tuttugu miljónir sem VG ætlar að velta yfir á landsmenn.

Ómar Sigurðsson 20.4.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta skeði líka á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.  En að ætla að þetta sé frá VG komið er nú bara rugl.

Jakob Falur Kristinsson, 21.4.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband