Skuldaleiðrétting

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við Þóru Kristínu...„Það er algjörlega óumflýjanlegt að hér verði farið í skuldaleiðréttingu. Hagfræðingar um allan heim tala nú um það að við komumst ekki út úr þessari kreppu, ekki bara Íslendingar heldur aðrar þjóðir líka, nema við gerum okkur grein fyrir því að það er búið að lána meira heldur en hægt er að greiða til baka, það þurfi að fara í skuldaleiðréttingu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins í Zetunni á mbl.is.

Auðvitað þarf að leiðrétta skuldir bæði fyrirtækja og heimila svo hægt verði að greiða þessar skuldir, en það er ekki sama hvernig það er gert 20% niðurfelling til allra eins og Framsókn leggur til, hugnast mér ekki og þótt Tryggvi Þór Herbertsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokks, fullyrðir að þetta kosti ekki krónu, get ég ómögulega skilið.


mbl.is Skuldaleiðrétting óumflýjanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er hugsi yfir orðinu "að leiðrétta skuld"

Finnur Bárðarson, 20.4.2009 kl. 16:18

2 identicon

Það liggur í hlutarins eðli að eignasöfn bankanna eru færð niður af því gert er ráð fyrir afskriftum. Niðurfærslan byggir á mati á þeim afskriftum sem reiknað er með að þurfi.

Ef Sigmundur Davíð kallar afskriftir skuldaleiðréttingu (pólitískt Newspeak?) þá er það vissulega rétt hjá honum að fjármálastofnanir munu þurf að afskrifa mikið og það er alveg óhjákvæmilegt. Ekkert nýtt í því.

Það er hins vegar allt en 20% á línuna, líka til þeirra sem ekki þurfa á niðurfellingu að halda. Sú leið er hundruð milljóna peningaprentun og skuldasöfnun ríkisins.

Arnar 20.4.2009 kl. 16:29

3 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Sæll Finnur,

Það er vissulega rétt hjá þér að gömlu fjármálastofnanir þurfa að afskrifa mikið og hafa þegar gert.  En á hitt vil ég þó benda Finnur að þetta hefur þegar verið afskrifað og því ekki þörf á því að afskrifa það aftur hjá nýju bönkunum.  Það sem um er að ræða er að höfuðstóll þeirra skulda/eigna sem að """  NÝJU BANKARNIR   "" færa á efnahagsreikninginn sinn sem eignir verður lægri en höfuðstóll lána heimilanna minkar líka. 

Það finnst mér í góðu lagi og það eru ósannindi að kostnaður vegna þessara aðgerða verði mikill fyrir ríkissjóð því hann fellur alls ekki á hann.  Þetta bull í Jóhönnu og Steingrími um það eru hrein ósannindi.

 Hlustum á það sem að Sigmundur er að seigja og myndum okkur okkar skoðun á því, öpum ekki upp skoðanir annarra án þess að kinna okkur málið.

Hilmar Heiðar Eiríksson, 20.4.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: ThoR-E

Það þarf að leiðrétta verðtryggð lán sem hækkað hafa um fjölda prósent. Með hækkandi greiðslubyrði og óþægindum. Það er það sem er að sliga heimilin í landinu ... þetta þarf að LEIÐRÉTTA!

En lán sem fyrirtæki hafa tekið ... set spurningamerki við að fella niður ... skuldir óreiðumanna ... eins og einhver sagði. ;)

ThoR-E, 20.4.2009 kl. 17:49

5 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Ekki rétt Arnar. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með ríkið að gera sbr hér að neðan...

Jakob. Þessi aðgerð er hugsuð til að koma í veg fyrir frekara tap og skapa svigrúm fyrir hægfara vöxt.  Hengjan sem snjóflóðið liggur á er við það að bresta og flóðið verður ekki stoppað í miðri brekku. Sé ekkert gert strax verður óbætanlegur skaði á efnahagslífinu með hruni á fasteignamarkaði og fjöldagjaldþrotum sem kostar allsherjar kerfishrun svo þeir sem hafa safnað upp eigin fé í íbúðarhúsnæðinu sínu tapa því.

Það er nú þegar búið að afskrifa megnið af lánasöfnunum sem byggð eru á kröfum erlendra kröfuhafa sem lánuðu gömlu bönkunum til að þeir gætu lánað þér. Bankarnir áttu aldrei þessa peninga, heldur kröfuhafar erlendis. Þessar afskriftir voru því skildar eftir inni í gömlu bönkunum og ríkið ber engan kostnað af þeim, heldur hafa kröfuhafarnir tapað þeim. Samt ætla nýju bankarnir að halda áfram að rukka þig um 100% og taka áhættuna á því að þú getir borgað. Fyrirsjáanlegt er að mjög margir geti það ekki. Bankarnir þurfa að fara að leysa til sín eignir á komandi vikum og mánuðum og þá fyrst verður hægt að tala um kerfishrun.  

Þetta er eins og kemur fram í viðtalinu eins og að Mjólkursamsalan selji mjólkurlíterinn til kaupmannsins á 100 kr. Kaupmaðurinn hættir að geta borgað hundraðkallinn, svo MS sættir sig við 50 kall. Samt ætlar kaupmaðurinn að halda áfram að rukka þig um hundraðkall og vill frekar að þú sveltir en að selja þér mjólkina á 80 kr. 

Á heimasíðu Framsóknar má finna afbragðs skýringarmyndbönd sem segja meira en mörg orð... 

-um aðgerðir fyrir heimilin 

-um aðgerðir fyrir fyrirtækin 

Helga Sigrún Harðardóttir, 20.4.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ef Framsókn tekst að framkalla kraftaverk, þá er það hið besta mál.

Jakob Falur Kristinsson, 21.4.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband