EXISTA

Mynd 450144Stjórnendur Exista áætluðu að rekstrarkostnaður félagsins yrði um ellefu milljarða króna á næstu tólf árum, eða fram til ársins 2020. Þar af var áætlað að rekstrarkostnaður ársins í ár yrði 1.080 milljónir króna.

Nú er þeir Bakkavararbræður að breytast í raunverulega Bakkabræður.  Yfir milljarður í rekstrarkostnað á einu ári er nú vel í látið.  Þeir ætla sennilega að fá góð laun bræðurnir þetta árið.  Þeir haga sér eins og engin vandræði séu til staðar.  Allar þær hörmungar sem dunið hafa yfir íslenska þjóð undanfarna mánuði virðist ekki koma þeim neitt við.


mbl.is 11 milljarðar í rekstrarkostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Það mér torskilið hvernig þessir ágætu herramenn geta boðið mér 268 krónur í hlutabréf mín sem ég keypti af þeim á 400.000. Þetta eru einu herramennirnir sem hefur tekist að ræna mig og það alveg á hábjörtum degi með blessun Fjármálaeftirlitsins. Samt eru þarna traust félög eins og Síminn, Vís og Lýsing sem nánast er ekki hægt að reka með tapi. Einhvernveginn myndi mér líða betur með það að láta þjóðnýta félagið heldur en að fá borgað í pulsu og kók fyrir hlutafé mitt....

Davíð Þór Kristjánsson, 23.4.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þeir eru að fara illa með margt fólk og það er rétt hjá þér að þetta er rán um hábjartan dag og blessað af Fjármálaeftirlitinu.

Jakob Falur Kristinsson, 24.4.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband