Mótmæli

Nú eru í gangi mikil mótmæli við dómsmálaráðuneytið.  Ekki er vitað hverju er verið að mótmæla eða hverjir standa fyrir þeim.  Lögreglan mun vera á leið á staðinn, kannski er bara verið að mótmæla mótmælanna vegna.  Hver veit, ekki ég.
mbl.is Mótmæli við dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Það er víst verið að mótmæla framkomu stjórnvalda við flóttamenn sem hér hafa sótt um hæli.

Ég er sammála þeim í flestum atriðum .. en samt sem áður ef þessi Alsír búi er eftirlýstur fyrir glæpi í heimalandinu .. að þá á að vísa honum burt.

Við eigum nóg af glæpamönnum hér á landi.. innlendum sem og erlendum .. svo við séum nú ekki að flytja inn fleiri vandamál.

ThoR-E, 15.5.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það er eitthvað mjög brenglað við þessa gervigóðgerðarstarfsemi sem flóttamannhælið er. Annað hvort á að taka á móti þessu fólki af mannúðarhugsjón eða sleppa því. Skil ekki mannúðina í þvi að geyma fólk í óvissu í fleiri ár. Hef sagt það áður og er enn á sömu skoðun að svona óvissubiðtími finnst mér ómannúðlegur. Persónulega myndi ég heldur vilja deyja í ómannúðinni sem fylgir heimalandinu. Andlega vanlíðanin var örugglega nóg fyrir hjá þessu fólki þó ekki sé verið að bæta svona sýndargóðmennsku geymslu við þeirra erviðleika bara til að líta vel út, út á við. Hef oft velt fyrir mér hvernig ég myndi þola það sem þessu fólki er boðið upp á. Og útkoman hefur alltaf verið mjög neikvæð.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ef það er rétt að þessi Alsírbúi sé eftirlýstur í sínu heimalandi fyrir glæpi á auð vitað að senda hann til baka.  Annaðhvort hleypum við fólki inn í landið eða sendum það til baka.  Þessi geymsla á fólki í flóttamannabúðum í Reykjanesbæ er til skammar og gerir ekkert nema ill fyrir þetta fólk.

Jakob Falur Kristinsson, 15.5.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: ThoR-E

Í máli alsírsbúans .. að þá hefur hann gefið upp þrjú nöfn held ég og framvísað 2 fölskum vegabréfum.

Það tafði málið mikið hef ég heyrt.

Í nágrannalöndum verða flóttamenn eða innflytjendur réttlausir ef þeir ljúga í umsóknum og/eða framvísa fölsuðum pappírum.

Auðvitað ætti slíkt að vera hér líka ... því ef fólki er hleypt út á göturnar .. kannski með morðdóma á bakinu .. að þá getur það skapað hættu.

Það átti sér stað hér fyrir ekki svo löngu. En sá morðingi notaði exi til að murka lífið úr fórnarlambi sínu ... hann dvaldi hér á landi og starfaði mánuðum saman án athugasemda.

Það þarf vissulega að finna einhvern meðalveg í þessu .. en maður getur svosem skilið málstað stjórnvalda ef maðurinn hefur verið að framvísa fölsuðum papírum og orðið margsaga um mál sín og fortíð.

Við getum ekki gefið eftirlýstum glæpamönnum hæli hér á landi ... sama þótt viðkomandi fari í hungurverkfall. Það væri fáránlegt.

En mér skilst að útlendingastofnun hafi lekið þessu í blöðin með að hann sé eftirlýstur ... þannig að maður setur spurningamerki við  það.

En vonandi fer maðurinn að borða að nýju ... hann græðir lítið á því að drepa sig hér á landi.

ThoR-E, 15.5.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er nú margt blaðrað sem ekki er neinn fótur fyrir og fólk getur alltaf stutt mál sitt með því að segjast hafa heyrt hitt og þetta, sem er kannski bara bull.  Ég vil bara ítreka það sem ég skrifaði hér áður að ef ekki er hægt að veita þessum og öðrum hælisleytendum dvalarleyfi af öruggum ástæðum, þá á að vísa fólkinu úr landi en ekki láta það dvelja í flóttamannabúðum í Reykjanesbæ svo mánuðum eða árum skiptir.  Það hlýtur að vera til einhver hraðvirkari leið til að skera úr um hvort veita á dvalarleyfi eða ekki.

Jakob Falur Kristinsson, 16.5.2009 kl. 11:01

6 Smámynd: ThoR-E

Þetta blaður eins og þú kallar það .. hefur komið frá stjórnvöldum .. útlendingastofnun og dómsmálaráðuneytinu.

En ef þú hefur einhver önnur gögn sem sýna fram á að þessar stofnanir hafi rangt fyrir sér ... endilega deildu þeim með okkur.

Ég er algjörlega fylgjandi því að vel sé komið fram við hælisleytendur .. en ef þeir eru að ljúga og framvísa fölsuðum pappírum .. að þá hafa þeir augljóslega eitthvað að fela ... þannig aðilum á að vera vísað úr landi samstundis.

ThoR-E, 16.5.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband