VG

Nú er VG í vanda í málefnum varðandi ESB en svo rækilega hefur forusta flokksins barið inn í hausinn á sínum félögum að aðild að ESB kæmi aldrei til greina að margir flokksmenn trúðu því í einlægni að það væri stefna flokksins.  En nú er VG í ríkisstjórn, sem hefur á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB og það verður gert og margir þingmenn VG munu greiða slíkri tillögu atkvæði sitt á Alþingi.  Ætlar fólk aldrei að skilja það að það er mikill munur á stefnu flokks í stjórnarandstöðu eða í stjórn.  En það er enginn hætta á að flokkurinn muni klofna vegna þessa því Steingrími J. Sigfússyni mun takast að fá sitt fólk til að skilja að þetta sé bráðnauðsynlegt.  Eini flokkurinn sem mun sennilega klofna vegna þessa máls er Sjálfstæðisflokkurinn og bara það eitt að takast að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn mun bjarga Steingrími og félögum í ríkisstjórninni.
mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Einræðistilburðir Jóhönnu munu engan árangur bera. VG og D hafa 30 þingmenn og nokkrir þingmenn framsóknar hafa einnig næga skynsemi til að fella tillöguna. Ef þú heldur að margir þingmenn VG muni greiða tillögunni atkvæði er það bara þín óskhyggja. Kannski spurning með Lilju Mósesdóttur. Allur þessi málatilbúnaður ber feigð þessar stjórnar í skauti sínu. Þetta var vonlaus vegferð frá upphafi vegna ESB málsins. Það þarf að einangra SF frá stjórn landsins og koma á stjórn fólks sem hefur uppbyggingu strax og setur ESB til hliðar. Eða endanlega á ruslahaugana þar sem það á heima.

Sigurður Sveinsson, 21.5.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þú þekkir greinilega ekki til innan Sjálfstæðisflokksins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 15:13

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sem betur fer hef ég lítil kynn haft af Sjálfstæðisflokknum en byggi mína niðurstöðu á viðtölum í blöðum og sjónvarps við marga þingmenn þessa furðulega flokks.

Það er engin óshyggja hjá mér Sigurður um að þessi tillaga verður samþykkt, t.d. sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali að ansi margir þingmenn VG væru að verða Evrópusinnaðri en áður.

Jakob Falur Kristinsson, 22.5.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband