Léleg afsökun

Hollenski Seðlabankinn segist lítið hafa geta gert til að stöðva vöxt Icesave-reikninganna í Hollandi, því þetta hefði heyrt undir íslenska Fjármálaeftirlitið.

Þvílíkt andskotans kjaftæði auðvitað getur Seðlabanki hvers lands fylgst með öllu fjármálalífi í sínu landi.  Ég trúi því ekki að Landsbanki Íslands hafið opnað útibú í Hollandi án þess að Hollensk yfirvöld og þar með talinn Hollenski Seðlabankinn, hafi veitt til þess tilskilin leyfi.  Þar sem þetta endaði sem algjör hörmung reynir Hollenski Seðlabankinn að skjóta sér undan ábyrgð á kostnað Íslands. Það átti ALDREI að samþykkja greiðslur fyrir þessum reikningum.  Heldur láta Hollendinga taka afleiðingar af sínum gjörðum.  En því miður var samþykkt á Alþingi sl. haust að fara samningaleiðina og Árni Matthíssen, þáverandi fjármálaráðherra skrifaði undir samningsblað um greiðslur Íslendinga á þessum reikningum.  Sá samningur var um að Hollendingar lánuðu Íslendingum lán til að greiða þessa reikninga og var lánið til 10 ára með 6,8% vöxtum og afborgunarlaust fyrstu þrjú árin.  Eftir það varð ekki aftur snúið og nú hamast Sjálfstæðismenn á Steingrími J. Sigfússyni fyrir samning sem hann lét gera bæði við Hollendinga og Breta en sá samningur er til 15 ára með 5,5% föstum vöxtum og afborgunarlausfyrstu 7 árin auk þess er hægt að segja samningnum upp hvenær sem er.  Það er auðvitað hægt að deila endalaust hvort við hefðum átt að fara samningaleiðina eða ekki.  En þar er ekki við núverandi ríkisstjórn að sakast, hún er einungis að vinna sem best eftir þeirri stefnu sem Sjálfstæðismenn mörkuðu á sínum tíma.  Af mörgum slæmum kostum held ég að núverandi samningur sé illskástur.  Við höfðum tækifæri til þess á sínum tíma að láta dómstóla skera úr um hvort við ættu að greiða þetta en því miður sáu Sjálfstæðismenn til þess að það tækifæri var ekki nýtt.


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband