Aukin skilningur

Robbie Marsland, yfirmaður IFAW (International Fund for Animal Welfare) segist finna fyrir auknum skilningi til að vernda hvali.

Enn á ný er verið að agnúast út í Ísland vegna hvalveiða okkar og fullyrt að hægt sé að ná meiri tekjum með hvalaskoðun en hvalveiðum og enginn markaður sé fyrir hvalkjöt.  Ísland er einfaldlega að nýta rétt sinn sem sjálfstæð þjóð til hvalveiða.  Hvalveiðar og hvalaskoðun getur ágætlega farið saman og einnig má benda á að á sínum tíma þegar hvalveiðar voru stundaðar af fullum krafti með fjórum hvalbátum var gífurlegur fjöldi ferðamanna sem lagði leið sína í Hvalstöðina í Hvalfirði til að sjá þessar stóru skepnur dregnar á land og skornar.  Hvað varðar markað fyrir hvalafurðir þá hefur fram að þessu tekist að selja allt það kjöt af þeim hvölum sem við höfum veitt.  Enda er það fyrirtækið Hvalur hf. sem tekur alla áhættu af því hvort kjötið selst eða ekki.

Hvalir éta gríðarlegt magn af æti sem annars myndi nýtast okkar fiskistofnum og talið er að bara hrefnan ein og sér éti meira af þorski árlega en við íslendingar veiðum á hverju ári.  Ef við veiddum hvorki hrefnu eða stórhvali værum við að raska svo miklu í lífríki hafsins að allir okkar fiskistofnar væru í stórhættu og myndu með tímanum deyja út.

Erum við tilbúinn að fórna nær öllum okkar fiskveiðum til þess eins að þóknast erlendum áhugamönnum um verndun hvala.


mbl.is Skynjar aukinn skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband