Icesave

Mög skiptar skoðanir eru á því hvort Ísland eigi að greiða Icesave-reikninganna.  Bæði hag- og lögfræðingar eru ekki sammála.  Núverandi ríkisstjórn átti ekki neina aðra möguleika en að semja um þetta mál.  Því í október hafði þáverandi fjármálaráðherra, Árni Matthissen undirritað samning við Holland og þá var ekki aftur snúið.  Hvort að sá samningur sem nú liggur fyrir á Alþingi er góður eða slæmur get ég ekki dæmt um. 

Enda skiptir það ekki máli, því við erum tilneydd að semja, hvort okkur líkar betur eða vel.  Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem tók á sínum tíma um að fara skyldi samningaleiðina, en nú ætlar flokkurinn að hlaupa frá eigin gerðum eins og hundur frá spýju.  Nú reynir þessi flokkur allt sem hann getur að fá þennan samning felldan á Alþingi.

Margir hafa rætt að það eigi að fara dómstólaleiðina.  Ef það er fyrir Alþjóðadómstólnum, þá þurfa deiluaðilar báðir að samþykkja það.  Þetta ákvæði nýtti Ísland sér í öllum okkar þorskastríðum við önnur lönd.  Heldur fólk virkilega að Ísland gæti dregið Breta og Hollendinga fyrir þennan dómstól ef þeir myndu neita því.

Þetta er vissulega þungur baggi að bera en það eru ákvæði í samningnum um að ef of erfitt verði fyrir Ísland þá verður hann endurskoðaður með tilliti til þess.  Bæði Bretar og Hollendingar hafa engan áhuga á að koma Íslandi í greiðsluþrot.  Það væri líka andstætt þeirra hagsmunum.

Fari svo að samningurinn verði felldur á Alþingi stendur Ísland frami fyrir hrikalegri stöðu.  Ríkisstjórnin fellur, Samningar við Alþjóða Gjaldeyrissjóðin verða í uppnámi og ekkert verður úr lánveitingum Norðurlandanna til Íslands.  Við verðum verr stödd en við vorum í byrjun.  Allar okkar eignir erlendis verða frystar, flugvélar og skip verða kyrrsett.  Við verðum algerlega einangruð þjóð og eins og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra sagði;

Við verðum Kúpa norðursins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband