Auðlindir Íslands

Nú er mikið gert úr þeirri hættu að kanadískt fyrirtæki er að reyna að kaupa stóran hlut í HS-Orku á Reykjanesi og ætlar að fjárfesta fyrir 75 milljarða í jarðhitanýtingu á svæðinu.  Þannig yrði HS-Orka að mestu í eigu einkaaðila.  Samtök iðnaðarins hafa harmað að ríkisvaldið ætli að kaupa þennan hlut.  Því okkur sé mikil nauðsyn á að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í fyrirtækjum hér á landi.  Ef þessi kaup ganga eftir er hugmyndin sú að HS-Orka fengi nýtingarrétt til 65 ára og ætti rétt á að framlengja þennan nýtingarétt í önnur 65 ár, eða samtals 130 ár.  Fyrir þennan nýtingarétt ætlar HS-Orka síðan að greið 30 milljónir á ári til eiganda auðlindarinnar.  Þetta sama kanadíska fyrirtæki hefur gert hliðstæða samninga í Bandaríkjunum og Kanada, en þar eru samningarnir til 10 ára og með rétti til að framlengja um eitt ár í senn.  Þar greiðir fyrirtækið ekki fasta upphæð á ári heldur prósentuhlutfalla af allri seldri orku.  Ísland á aðra stóra auðlynd sem er fiskurinn í hafinu í landhelgi Íslands.  Þar fá útgerðar menn nýtingarrétt til eins árs í einu og hefur það verið þannig í 20-30 ár.

Nú er því haldið fram að þessi nýtingaréttur hafi skapað eignarétt þar sem sömu aðilar hafi nýtt auðlindina svo lengi eða í 20-30 ár.  En í þessari auðlind fá erlendir aðilar ekki að fjárfesta samkvæmt núverandi lögum.  Ef 20-30 ára nýtingaréttur getur skapað eignarétt er þá ekki nær öruggt að 130 ára nýtingaréttur á orkuauðlind skapaði eignarétt.

Ef það er svona mikilvægt að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi, mun þá ekki þessi samningur við kanadíska fyrirtækið verða hafður til viðmiðunar hvað varðar fiskveiðiauðlindina.  Því það er hægur vandi að fá erlenda aðila til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi.  En er ekki einmitt þetta atriði sem menn hafa svo miklar áhyggjur af við inngöngu í ESB.

Það verður að tryggja með öllum ráðum að allar auðlindir Íslands verði í eigu Íslendinga um ókomna framtíð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband