Ljósaperur

Sölu á gömlu góðu 100-watta ljósaperunum verður hætt í verslunum í Evrópusambandslöndum frá og með næstu viku, þegar þær víkja fyrir nýjum orkusparandi gerðum. Neytendasamtök fagna tímamótunum en á hófstilltan hátt.

Í staðinn á fólk að nota fluorljós, sem munu spara um 80%  af orku en hinar ljósaperurnar.  En á fólk ekki að fá að ráða því sjálft hvernig ljósaperur það notar.  Er svo komið að ESB þarfa að taka allar ákvarðanir fyrir fólk, jafnvel um hin minnstu atriði?


mbl.is 100-watta glóperan bönnuð 1. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo benda sumir á að það þurfi mikið meiri orku til að framleiða sparperuna heldur en þessa gömlu.    Svo það er spurning hvort kemur betur út þegar upp er staðið.  Orkueyðsla við framleiðsluna eykst á meðan orkueyðsla heimilanna dregst saman. 

Hrafna 26.8.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þeir taka þetta upp á næsta ári á Spáni - þeir eru nú þegar farnir að sortera allt rusl í þar til gerðum tunnum sem eru sérsmíðaðar úr rústfríu - sama á við um plastpoka - þeir verða bannaðir sem söluvara ánæsta ári - einungis endurvinnanlegt eða margnota "tuðrur" verða leifðar

Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það á sem sagt að eyða aukinni orku til að draga úr orku heimilanna, ef ég skil þetta rétt.

Jakob Falur Kristinsson, 26.8.2009 kl. 16:55

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er það það sem við fáum þegar settar eru þessar "spar" perur ? meiri eyðsla ? hmm

Jón Snæbjörnsson, 26.8.2009 kl. 16:57

5 Smámynd: Ignito

Það er reyndar þannig að flestir glóperulampar eru einungis fyrir perur að hámarki 60W, og er sú stærð tæp vegna hitamyndunar í frekar lokuðum lampa innanhúss.

Skilst að stefnan er sú að útrýma glóperunni á einhverjum árum, mörgum til mæðu.

Þó er 'díóðulýsing' ávallt að koma sterkar inn og eru þegar komnar perur sem falla í stærri flúrperulampa (eins og eru í stofnunum og skólum).

Hitt er annað að regluvirki ESB er 'spes', ætluðu á sínum tíma að koma í reglu hversu mikið agúrka mætti vera bogin

Ignito, 27.8.2009 kl. 10:38

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt að margt furðulegt er í regluverki ESB, ég kannast við þetta með agúrkuna.  Þar er einnig að finna reglur um stærð vörubretta, sem verða að vera af ákveðinni stærð.  Þegar ég var að vinna í fiskiðnaðinum og við þurftum að nota þessi ERU-vörubretti, þá varð að stafla á þau eftir sértökum reglum og að raða þeim síðan inn í venjulega frystigáma, en þá nýttist gámurinn ekki til fulls.  Ég sendi sérstaka fyrirspurn vegna þessa vörubretta og fékk að vita að stærð þeirra væri miðuð við hleðslu inn í járnbrautalestir.

Jakob Falur Kristinsson, 27.8.2009 kl. 14:07

7 identicon

Það er ýmislegt bogið við þetta.  Sparperurnar innihalda kvikasilfur.  Hvað verður um það þegar perunum er hent eða þær endurunnar?

Framleiðsla sparpera krefst meiri orkueyðslu en framleiðsla glópera en sparperurnar eyða minni orku við notkunina sjálfa.  

 Og þetta með gúrkurnar eru reglur sem reyndar er búið að falla frá vegna þess að heilu tonnunum af grænmeti var hent sökum þess að lögun þess var ekki skv reglum ESB.   Þessi regla á reyndar enn við um nokkrar aðrar tegundir grænmetis en ekki um gúrkur. 

Spurning hvaða skrípalingar það voru sem settu þessar reglur.  Gátu menn virkilega ekki sagt sér það fyrirfram að henda þyrfti ógrynni af grænmeti sem félli ekki að þessum lögum?

Hvað dettur þeim næst í hug????  Vona bara að við verðum aldrei svo ólánsöm að detta inn í þetta bandalag.

Hrafna 27.8.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband